fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Eyjan

Atvinnuleysi ekki mælst jafn lítið frá árinu 2007

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 3. maí 2017 15:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá Menningarnótt 2007, um það leyti sem atvinnuleysi mældist síðast jafn lítið hér á landi. Mynd/DV

Atvinnuleysi á Íslandi hefur ekki mælst jafn lágt í Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands síðan í nóvember 2007, en fjöldi atvinnulausra á Íslandi var 1,7% í marsmánuði 2017.

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn í mars voru að jafnaði 202.800 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði, sem jafngildir 84,9% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 199.300 starfandi og 3.400 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 83,4% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 1,7%. Samanburður mælinga fyrir mars 2016 og 2017 sýnir að atvinnuþátttaka jókst um 3,1 prósentustig. Fjöldi starfandi jókst um 15.500 manns á liðnu ári og fækkaði atvinnulausum fækkaði um 3.800 manns sem þýðir að hlutfall þeirra af vinnuaflinu lækkaði um 2,1 stig.

Þegar tekið er mið af áhrifum árstíðabundinna þátta á íslenskan vinnumarkaðþá var fjöldi fólks á vinnumarkaði 201.700 í mars 2017 sem jafngildir 84,7% atvinnuþátttöku, sem er aukning um 0,9 prósentustig frá febrúar 2017.

Alls voru 12.200 karla utan vinnumarkaðar í mars en 24 þúsund konur. Karlar eru nokkuð fleiri en konur á vinnumarkaði, 107.300 á móti 91.900 konur, en 2.300 karlar voru atvinnulausir en aðeins 1.200 konur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti