Reykjavík á tímamótum heitir ný bók um skipulagsmál í höfuðborginni, ritstjóri er Bjarni Reynarsson, en nokkur fjöldi höfunda á efni í bókinni.
Í bókinni má meðal annars lesa að tvö aðalskipulög Reykjavíkur megi teljast sérlega byltingarkennd. Annað er bílaskipulagið mikla frá því í byrjun sjöunda áratugarins. Þetta var sýnin á borgin sem þá var uppi á teningnum. Breið umferðargata með stórum helgunarsvæðum í kring, ekki margt fólk á ferli, en allt frekar stílhreint.
En svo breytast tímarnir og þetta er skipulagið sem nú er í gildi og þykir líka byltingarkennt eftir því sem má lesa í bókinni. Enn hefur þetta ekki verið byggt, en þarna er göngugata inni í hinu svokallaða Hafnartorgi.