Þótt Íslendingar telji sig kristna, og 80 prósent þjóðarinnar kalli sig það, getur verið að Ísland sé guðlausasta land í Evrópu. Þetta má lesa á vef hinnar kristilegu bandarísku sjónvarpsstöðvar CBN.
Í greininni stendur að Ísland megi kalla „grafreit predíkaranna“. Fólkið sé ef til vill kristið á pappírnum en ekki í hjartanu. Þarna er rætt við prédikarann Gunnar Inga Gunnarsson sem sagt er að sé í framlínunni við útbreiðslu guðspjallanna á Íslandi.
Hann segir að vandamálið sé ekki fjandskapur gagnvart boðskapnum, heldur áhugaleysi. Hefðbundnar aðferðir eins og samkomuhald og að afhenda fólki bæklinga virki afar lítið á þjóðina.