fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Eyjan

Trump færir Saudum vopn

Egill Helgason
Sunnudaginn 21. maí 2017 10:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hljómar eins og sturlun að Bandaríkin og Saudi-Arabía skuli gera með sér vopnasamning upp á 55 milljarða dollara. Saudi-Arabía er auðvitað ekkert annað en fasískt trúræði þar sem makráð yfirstétt hefur hreiðrað um sig í miklu ríkidæmi, réttindi kvenna eru fótum troðin, innfluttir verkamenn hafa engan rétt, fólk er pyntað og tekið af lífi – mannréttindi eru öll í skötulíki en Saudar eru í óða önn við að breiða út sína ömurlegu heimssýn um veröldina. Fátt er rót meiri ófriðar í heiminum en hinn skelfilegi wahabbismi.

En fyrir Kanana er þetta náttúrlega business as usual, snýst um olíu og vopn – og svo það að vígbúast gegn höfuðóvininum í Íran. En það verður trauðla séð að Íranir séu eitthvað verri en Saudar. Obama mátti þó eiga það að hann reyndi að stilla til friðar gagnvart Íran. En Trump fer í sína fyrstu opinberu heimsókn til Saudi-Arabíu. Það segir sína sögu um prinsíppleysi mannsins.

Það segir líka sitt að Rex Tillerson, olíukarlinn sem er utanríkisráðherra Trump, sagði á blaðamannafundi í Riyadh í gær að Íranir þyrftu að taka sig á í mannréttindamálum. Það er örugglega rétt, en við hlið Tillersons á fundinum stóð Jubeir sem er utanríkisráðherra Saudi-Arabíu. Tillerson svaraði ekki spurningu um mannréttindin þar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Gangi Noregur í ESB þurfum við Íslendingar að íhuga okkar stöðu alvarlega

Guðrún Hafsteinsdóttir: Gangi Noregur í ESB þurfum við Íslendingar að íhuga okkar stöðu alvarlega
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Sjálfstæðisflokkurinn hefur glatað trausti og fjarlægst grunngildi sín – fólk vill ekki kjósa hann

Guðrún Hafsteinsdóttir: Sjálfstæðisflokkurinn hefur glatað trausti og fjarlægst grunngildi sín – fólk vill ekki kjósa hann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ekki vera undirsáti – vertu skapandi þátttakandi

Steinunn Ólína skrifar: Ekki vera undirsáti – vertu skapandi þátttakandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa