fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Eyjan

Ef Marine Le Pen sigrar í frönsku forsetakosningunum verður það banabiti ESB

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 2. maí 2017 04:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mariane Le Pen

ESB er veikburða vegna yfirvofandi útgöngu Breta úr sambandinu og ef Marine Le Pen verður kjörin forseti Frakklands mun það verða til þess að sambandið hrynur endanlega saman. Þetta kemur fram í grein sem Bernard Cazeneuve, forsætisráðherra Frakklands, skrifaði en greinin birtist í dagblaðinu Libération í dag. Í greininni segir Cazeneuve að ESB geti ekki staðið af sér annað áfall á borð við Brexit og það væri þannig áfall ef Le Pen sigrar í forsetakosningunum og við tekur ríkisstjórn sem er á móti aðild Frakklands að sambandinu.

Hann hvetur því franska kjósendur til að styðja Emmanuel Macron í síðari umferð kosninganna en hún fer fram á sunnudaginn. Francois Hollande, forseti, hefur einnig lýst yfir stuðningi við Macron. Hollande er í sósíalistaflokknum. Macron var einnig í sósíalistaflokknum en var ósáttur við stefnu flokksins og stofnaði því flokkinn En Marche.

Hollande er fyrsti forsetinn frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar sem ekki er endurkjörinn. Hann hefur verið mjög óvinsæll meðal almennings og á síðasta ári tilkynnti hann að hann myndi ekki bjóða sig fram á nýjan leik.

Libération, sem er vinstrisinnað dagblað, kemur að vanda út í dag og fylgir 16 síðna aukablað með en aukablaðinu er beint gegn Le Pen og flokki hennar, Front National.

Jótlandspósturinn segir að Les Echos, sem er viðskiptablað, hafi einnig beint sjónum sínum að Le Pen og þeim hættum sem blaðið telur fylgja því ef hún sigrar. Í blaðinu er rætt við forstjóra stórra franskra fyrirtækja sem vara við neikvæðum afleiðingum þess ef Le Pen sigrar.

Le Pen hefur heldur mildað afstöðu sína til ESB undanfarið. Hún hefur meðal annars sagt að það verði ekki í forgangi hjá henni að berjast gegn evrunni, kjósendur verði að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hætt verði að nota evruna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Í fangi friðsællar Evrópu

Steinunn Ólína skrifar: Í fangi friðsællar Evrópu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mennta- og barnamálaráðherra sögð grafa undan dómsvaldinu – „Það er ekki aðeins óábyrgt heldur beinlínis hættulegt“

Mennta- og barnamálaráðherra sögð grafa undan dómsvaldinu – „Það er ekki aðeins óábyrgt heldur beinlínis hættulegt“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Steinar skrifar: Stigið fram af festu

Jón Steinar skrifar: Stigið fram af festu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Eftirlaunasugan Davíð Oddsson lætur skrifa níð um starfskjör borgarstjóra – er sjálfur með 7 milljónir á mánuði

Orðið á götunni: Eftirlaunasugan Davíð Oddsson lætur skrifa níð um starfskjör borgarstjóra – er sjálfur með 7 milljónir á mánuði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Draga þarf úr umsvifum sveitarfélaga

Björn Jón skrifar: Draga þarf úr umsvifum sveitarfélaga