Það var ekki sérlega margt fólk í bænum á 1. maí, ég hef búið lengi í og við Miðbæinn og man varla eftir fámennari baráttudegi verkalýðsins. Það rigndi líka rosalega, akkúrat meðan útidagskráin stóð yfir gerði skýfall. Það voru fáir á fundinum á Ingólfstorgi og enn færri á fundinum á Austurvelli.
Það voru heldur ekki margir á stofnfundi Sósíalistaflokksins. Kannski brenna málefnin á mörgum en þeir létu ekki sjá sig.
Hins vegar verður gríðarleg alþýðuhátíð 23. maí næstkomandi. Þá opnar verslun Costco í Garðabænum. Það er búist við ógurlegu fjölmenni, gæti vel hugsast að allt verði brjálað.
Vonandi eiga þeir nægar vörur að selja og vonandi verður enginn fyrir vonbrigðum.