fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
Eyjan

Hríðskotabyssur og strætisvagnar verja þjóðhátíðarskrúðgöngur dagsins í Noregi

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 17. maí 2017 10:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsett mynd/Getty

Þjóðhátíðardagur Noregs, 17. maí, er haldinn hátíðlegur í dag. Þá fjölmenna Norðmenn í skrúðgöngum um stræti og torg og mikill mannfjöldi safnast víða saman til að njóta dagsins.

Í ár eru hátíðarhöldin öðruvísi en fyrr því yfirvöld hafa nokkurn sýnilegan viðbúnað gegn hryðjuverkaógn. Sú hætta er nú talin raunveruleg í ljósi voðaverka sem hafa verið framin í Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi og Svíþjóð. Einkum óttast menn að reynt verði að aka stórum bílum inn í mannfjölda.

Norska ríkisútvarpið greinir frá því að til að varna þessu hafi mörgum hliðargötum verið lokað t. d. í höfuðborginni Ósló. Meðal annars er strætisvögnum lagt fyrir göturnar til að hindra bílaumferð.

Þó nokkuð af ökutækjum eru nú staðsett víða um borgina sem liður í þeim öryggisráðstöfunum sem nú eru virkjaðar. Við höfum einnig komið fyrir öðrum hlutum sem gera það að verkum að við höfum meiri stjórn,

Mynd/Getty

upplýsir Rune Hekkelstrand aðgerðastjóri í lögregluumdæmi Óslóar.

Bílaumferð er einnig víða bönnuð í tengslum við hátíðarhöldin í dag. Lögreglumenn munu einnig verða sýnilegri en áður á þjóðhátíðardegi og margir til staðar vopnaðir hríðskotabyssum og öðrum öflugum skotvopnum. Hekkelstrand segir einnig við Aftenposten að nokkuð verði um öryggisaðgerðir af hálfu lögreglu sem ekki verði sýnilegar almennum borgurum.

Norska öryggislögreglan PST metur það svo að hryðjuverkahættan í Noregi sé nú „líkleg“ á þessu ári. Hún var nýverið hækkuð úr „möguleg“ í „líkleg.“

Í gærkvöldi réðust norskir lögreglumenn inn í íbúð Arfan Bhatti þekkts öfgaíslamista í Ósló, færðu hann á brott og gerðu húsleit. Ekki hefur verið gefið upp um ástæður þeirrar aðgerðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnarsamningurinn

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnarsamningurinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Frelsið mitt og frelsið þitt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Frelsið mitt og frelsið þitt?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Ræðum meira um Evrópu

Thomas Möller skrifar: Ræðum meira um Evrópu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ósáttur við taktík kosningateymis Höllu í formannskjöri – „Aldur á ekki að vera mælikvarði á getu fólks til að leiða stéttarfélag“

Ósáttur við taktík kosningateymis Höllu í formannskjöri – „Aldur á ekki að vera mælikvarði á getu fólks til að leiða stéttarfélag“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Fólkið fór ekki, heldur flokkurinn

Sigmundur Ernir skrifar: Fólkið fór ekki, heldur flokkurinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þórdís Kolbrún: Stefnubreyting Bandaríkjaforseta útpæld – ekki bara ætluð til heimabrúks í innanlandspólitík vestan hafs

Þórdís Kolbrún: Stefnubreyting Bandaríkjaforseta útpæld – ekki bara ætluð til heimabrúks í innanlandspólitík vestan hafs