Utanríkisráðuneyti Rússlands hafnar því alfarið að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi deilt leynilegum upplýsingum um ISIS með utanríkisráðherra og sendiherra Rússlands á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku.
Frétt Washington Post þess efnis hefur valdið miklu uppnámi í Washington og er sagt að lausmælgi Trump geti skaðað Bandaríkin og það sé með öllu ótækt að forseti Bandaríkjanna sé að gefa Rússum upplýsingar sem geri þeim kleift að komast á snoðir um aðferðir leyniþjónustu Bandaríkjanna, heimildarmenn og næstu skref í baráttunni við ISIS.
Rússneska fréttastofan Interfax hafði eftir rússneska utanríkisráðuneytinu í morgun að málið eigi ekki við rök að styðjast:
Þetta er fölsk frétt,
sagði rússneska utanríkisráðuneytið.