fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Rússneskir blaðamenn í lífshættu vegna skrifa um ofsóknir gegn samkynhneigðum í Téteníu

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 15. maí 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ramzan Kadyrov og Vladímír Pútin í Grozní. Mynd/AP

Þann 1. apríl síðastliðinni birtist í rússneska dagblaðinu Novaya Gazeta umfjöllun um þann grimma veruleika sem nú blasir við samkynhneigðum karlmönnum í rússneska sjálfsstjórnarlýðveldinu Téteníu. Þar hefur að minnsta kosti 100 samkynhneigðum karlmönnum verið rænt og í það minnsta þrír verið myrtir vegna kynhneigðar sinnar. Nú er það svo að blaðamenn Novaya Gazeta óttast um líf sitt vegna umfjöllunarinnar um ástandið í Téteníu.

Sjá frétt: Ofsóknir gegn samkynhneigðum í Rússlandi – Beita sömu aðferðum og gegn hryðjuverkamönnum

Mannréttindasamtökin Amnesty International, auk fjölda annarra samtaka hafa farið þess á leit við yfirvöld í Grozní og Moskvu að þau rannsaki og sæki til saka þá sem bera ábyrgð á þessum árásum á samkynhneigða karlmenn. Ríkisstjórnir fjölmargra ríkja hafa sett fram sömu kröfu.

Sjá frétt: Utanríkisráðherra harðorður: Við krefjumst þess að rússnesk stjórnvöld taki ábyrgð

Blaðamenn Novaya Gazeta eru að sögn Amnesty International í bráðri lífshættu. Ráðamenn í Téteníu, með Ramzan Kadyrov í broddi fylkingar hafa kallað eftir því að blaðamennirnir verði látnir svara fyrir skrif sín. Það er ekki af ástæðulausu sem blaðamennirnir óttist um líf sitt en eins og fræg er var rússneska blaðakonan sem starfaði á Novaya Gazeta, Anna Politkovskaya myrt árið 2006 eftir gagnrýnin skrif sín um framferði rússneskra yfirvalda og tétenskra bandamanna þeirra í síðara Téteníustríðinu. Árið 2009 var blaðakonan og mannréttindafrömuðurinn Natalya Estemirova, vinkona Önnu og samstarfskona hennar hjá Novaya Gazeta sömuleiðis myrt, sennilega vegna óvæginna skrifa sinna um mannréttindabrot í Téteníu. Alls hafa 59 blaðamenn verið myrtir í Rússlandi frá árinu 1992 samkvæmt nefnd um vernd blaðamanna.

Aðeins tveimur dögum eftir að fréttin um aðgerðir gegn samkynhneigðum karlmönnum birtust á blaðsíðum Novaya Gazeta komu um 15 þúsund manns saman í mosku í Grozny. Þar var ekki um að ræða samstöðufund með blaðamönnum heldur voru þeir fordæmdir og kallað eftir hefndaraðgerðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“