fbpx
Laugardagur 01.mars 2025
Eyjan

Fullorðnir karlar að drekka kókómjólkina sem ég þráði

Egill Helgason
Mánudaginn 15. maí 2017 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég tilheyri kynslóð sem upplifði ýmsa hluti sem voru utan seilingar. Erlent sælgæti var ekki á boðstólum – en menn sem voru í siglingum komu heim með Macintosh, Toblerone og Smarties. Það er frá þeim tíma að fríhöfnin í Keflavík þykir svona spennandi – heimkomufríhöfn sem ekki þekkist annars staðar í heiminum. Sumar sjoppur seldu þetta sem smyglvarning undir borðið – dós af Quality Street þótti ógurlegt fínirí og enn bjóða Íslendingar upp á þetta sælgæti í marglitu dósunum og bréfunum á jólum. Samt er það ekkert sérstaklega gott. En einu sinni var það forboðinn varningur.

 

 

 

Ég ólst upp við að lesa Andrésblöð á dönsku. Þar var auglýst sitthvað sem við íslensku börnin þráðum en höfðum ekki aðgang að. Maður komst ekki mikið til útlanda. Ég fór fyrst út þegar ég var 13 ára, til Danmerkur og Svíþjóðar. Hafði þó reynt oft að komast út með því að taka þátt í verðlaunagetraun barnablaðsins Æskunnar. Æskan birti myndir af glöðum verðlaunahöfum sem fengu að fara í Tívolí – stærsti draumurinn var að komast þangað – með ritstjóra blaðsins Grími Engilberts.

En alltaf urðu önnur börn fyrir valinu. Maður hafði sterkan grun um að skýringin væri klíkuskapur. Þetta situr í mér.

 

 

Í Andrésblöðunum var auglýstur saltlakkrís sem ekki fékkst á Íslandi. Ég smakkaði hann ekki fyrr en Steinunn Stefánsdóttir flutti til Íslands frá Danmörku, settist með foreldrum sínum að húsi hinum megin við Ásvallagötuna og kom með poka af Piratos saltlakkrís.

Annað sem ekki fékkst var kókómjólk. Hún var mikið auglýst í Andrési. Mikið langaði mann að smakka þann drykk! En hann kom ekki á markað á Íslandi fyrr en var orðið um seinan fyrir mig – ég hafði misst löngunina.

Þegar ég fer til Danmerkur sé ég einatt fullorðna karlmenn svolgra í sig kókómjólk. Þeir standa við pylsuvagna, borða gómsætu dönsku pylsurnar og drekka kókómjólk með. Karlar klæddir í jakkaföt.

Ég ímynda mér að þetta séu jafnaldrar mínir sem lifðu við haftaleysi, sáu kókómólkina auglýsta í Andrési, gátu farið út í búð og keypt hana, og geta svo ekki hætt að svolgra í sig þennan drykk þótt þeir séu komnir á gamals aldur.

 

Dönsk kókómjók af tegundinni Cocio. Gjarnan drukkin af eldri karlmönnum við pylsuvagna. Þessi flaska barst inn á heimili mitt í gær en ég bragðaði ekki einu sinni á drykknum. Ég var búinn af missa af þeirri lest. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Gangi Noregur í ESB þurfum við Íslendingar að íhuga okkar stöðu alvarlega

Guðrún Hafsteinsdóttir: Gangi Noregur í ESB þurfum við Íslendingar að íhuga okkar stöðu alvarlega
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Sjálfstæðisflokkurinn hefur glatað trausti og fjarlægst grunngildi sín – fólk vill ekki kjósa hann

Guðrún Hafsteinsdóttir: Sjálfstæðisflokkurinn hefur glatað trausti og fjarlægst grunngildi sín – fólk vill ekki kjósa hann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ekki vera undirsáti – vertu skapandi þátttakandi

Steinunn Ólína skrifar: Ekki vera undirsáti – vertu skapandi þátttakandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa