fbpx
Laugardagur 01.mars 2025
Eyjan

Þurfum við kannski aftur að fara að lesa bækur í flugvélum?

Egill Helgason
Föstudaginn 12. maí 2017 08:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Bandaríkjunum er öryggis- og eftirlitsiðnaður sívaxandi bisness. Þetta er svona líka hjá bandaríska ríkinu – fátt virðist vaxa þar jafn stjórnlaust og eftirlitið með borgurunum, landamærum ríkisins og útlendingum. Virkar reyndar eins og þráhyggja líka, en menn skyldu ekki gleyma að skoða alla peningana sem þarna flæða í stríðum straumum, stofnanir og fyrirtæki sem tútna út.

Það er bara eitt sem bandaríska stjórnin vill ekki hafa eftirlit með – nefnilega hin útbreidda byssueign sem veldur ótrúlegu manntjóni á hverju ári. Þá fara hin holu frelsisrök allt í einu að hljóma.

Nýjasta uppátækið er fyrirhugað bann við tölvum í farþegaflugi. Þetta mun líklega eiga við um spjaldtölvur líka. Reyndar hefur þegar verið sett í gildi bann við fartölvum í flugi frá nokkrum ríkjum í Mið-Austurlöndum og við Persaflóa. Semsagt í staðinn fyrir að farþegar taki með sér tölvurnar inn í farþegarýmin verða þær geymdar í farangursrými. Þetta á að vera vörn gegn því að sprengjur séu faldar inni í fartölvum. Það er möguleiki, því verður ekki neitað.  Ef menn hafa alvöru áhyggjur af því væri auðvitað eðlilegast að banna alveg tölvur í flugvélum. Önnur hætta er af líþíum-batteríum í tölvum, í þeim getur kviknað. Þar getur hætta verið fólgin í að setja mikið af tölvum með slíkum rafhlöðum í lítið rými.

Afleiðingarnar af þessu verða svo ýmsar. Það þarf enn að stórauka eftirlit á flugvöllum. Núorðið eru margvísleg gögn sem er í tölvum það sem fólk getur síst verið án – það er ekki góð tilhugsun að setja þær í ferðatöskur sem er hent til og frá á flugvöllum og geta sem hægast týnst. Þeir sem ferðast vegna starfs síns geta síður notað tímann á flugi til að vinna. Og almennt verður sú upplifun að fljúga enn leiðinlegri – og er nú orðið nóg samt.

Það skal tekið fram að Evrópusambandið hefur lýst yfir áhyggjum vegna þessa og vill ræða málin skjótt við bandarísk yfirvöld.

Kostur við þetta – fyrir suma allavega – gæti reyndar verði aukinn bóklestur í flugvélum. Því ef engin eru rafeindatækin er varla annað til ráða en að halla sér að gömlu góðu bókinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Gangi Noregur í ESB þurfum við Íslendingar að íhuga okkar stöðu alvarlega

Guðrún Hafsteinsdóttir: Gangi Noregur í ESB þurfum við Íslendingar að íhuga okkar stöðu alvarlega
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Sjálfstæðisflokkurinn hefur glatað trausti og fjarlægst grunngildi sín – fólk vill ekki kjósa hann

Guðrún Hafsteinsdóttir: Sjálfstæðisflokkurinn hefur glatað trausti og fjarlægst grunngildi sín – fólk vill ekki kjósa hann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ekki vera undirsáti – vertu skapandi þátttakandi

Steinunn Ólína skrifar: Ekki vera undirsáti – vertu skapandi þátttakandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa