fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Sósíaldemókratar reyna við Danska þjóðarflokkinn

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 10. maí 2017 18:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristian Thulesen Dahl og Mette Frederiksen í viðtalinu í febrúar.

Sósíaldemókratar víða um Evrópu mega muna sinn fífil fegurri. Þeim hefur gengið illa í kosningum, til að mynda á Íslandi, Hollandi, Frakklandi og Bretlandi svo dæmi séu nefnd. Nú reynir flokkur þeirra í Danmörku að auka fylgi sitt með að hoppa á vagn andstæðinga innflytjenda og það virðist vera að virka.

Metta Fredriksen tók við formannsembætti í danska Sósíaldemókrataflokknum sumarið 2015 af Helle Thorning-Schmidt. Hún hefur samið um frið við fyrrum andstæðinga á borð við hinn þjóðernissinnaða Danska þjóðarflokk og vill stilla Sósíaldemókrötum upp sem raunsæjum valkosti fyrir áhyggjufulla kjósendur úr röðum verkamanna. Til þess er hún tilbúin að fórna hefðbundnum gildum flokksins á borð við jafnrétti, umburðarlyndi og opið samfélag. Með því þessari sókn til hægri gæti Fredriksen gjörbreytt dönsku stjórnmálalandslagi að því er fram kemur á vefsíðu Bloomberg.

Heimurinn breytist. Ástæða þess að okkur gengur betur er að við erum orðin betri í að skilja áhyggjur fólks,

segir Mogens Lykketoft, fyrrum leiðtogi í Sósíaldemókrataflokknum og fjármála- og utanríkisráðherra. Þar átti hann við áhyggjur af gróðurhúsaáhrifum, alþjóðavæðingu og áhrifum útlendinga á velferðarkerfi Danmerkur.

Mogens Lykketoft

Þessar áherslubreytingar hafa skilað árangri ef horft er til skoðanakannanna og er fylgi flokksins farið að nálgast 30% en fylgi Danska þjóðarflokksins hefur minnkað á sama tíma.

Fredriksen og Kristian Thulesen Dahl, leiðtogi þjóðarflokksins, héldu sameiginlegan blaðamannafund í febrúar. Þar talaði Dahl um aukin samskipti flokkanna tveggja sem gerði þeim kleift að „vinna mun nánar saman en áður“ og Fredriksen hrósaði flokki Dahl fyrir „raunsætt“ viðhorf til úrlausna vandamála.

Kristian Thulesen Dahl formaður Danska þjóðarflokksins

Nú er rætt um hugsanlegt samstarf þessara tveggja flokka í kjölfar næstu þingkosna sem haldnar verða í síðasta lagi í júní 2019. Mattias Tesfaye þingmaður Sósíaldemókrata vonast til þess að flokkarnir nái saman og þjóðarflokkurinn styðji Fredriksen sem forsætisráðherra í næstu ríkisstjórn.

Á sumum sviðum erum við mjög langt frá þjóðarflokknum en sama máli gengnir um aðra flokka sem gætu stutt okkur,

segir Tesfaye og Lykketoft segir að hugsanlega verði haldið áfram að kanna „möguleika á samstarfi“ í stað þess að fara í samsteypustjórn Sósíaldemókrata og þjóðarflokksins.

Margir kjósendur þjóðarflokksins eru í raun Sósíaldemókratar sem hafa harðari afstöðu til innflytjenda,

segir Lykketoft.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út