fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Bandaríkjaher gerði árás á sýrlenska stjórnarherinn í nótt

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 7. apríl 2017 04:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði her landsins að gera flugskeytaárás á sýrlenska stjórnarherinn í nótt að staðartíma. Trump beindi orðum sínum til þjóða heimsins, þegar hann ávarpaði bandarísku þjóðina í gærkvöldi, og hvatti „allar siðmenntaðar þjóðir“ til „að binda enda á slátrunina og blóðbaðið í Sýrlandi“.

59 Tomahawk stýriflaugum var skotið frá tveimur herskipum, USS Porter og USS Ross, sem eru á Miðjarðarhafi. Skotmarkið var Shayrat flugvöllurinn í Homs. Árásin er hefnd vegna eifnavopnaárásarinnar í Idlib fyrr í vikunni en þar létust tugir manna, þar á meðal að minnsta kosti 20 börn.

Tomahawk flaugarnar hæfðu skotmörk sín klukkan 04.40 að staðartíma en auk flugvallarins voru það flugvélar stjórnarhersins og eldsneytisbirgðastöðvar.

Sýrlenska ríkissjónvarpið sagði í morgun að árásin væri „bandarísk ögrun“ og hafði eftir heimildum innan hersins að manntjón hefði orðið í árásinni.

Í ávarpi til bandarísku þjóðarinnar sagði Trump að hann hefði fyrirskipað árás á flugvöllinn í Sýrlandi þaðan sem efnavopnaárásin var gerð fyrr í vikunni.

Hann sagði að margra ára tilraunir til að breyta hegðun Assad hefðu allar mistekist og það hrapalega. Afleiðingarnar væru að flóttamannavandinn fari sífellt vaxandi og öryggið í þessum heimshluta hafi raskast og Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra stafi hætta af ástandinu.

Sýrlensk stjórnvöld hafa neitað að hafa átt hlut að máli hvað varðar efnavopnaárásina og rússnesk stjórnvöld hafa varað við að sökinni sé varpað á einhvern áður en rannsókn hefur farið fram.

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að árás Bandaríkjanna væri í samræmi við alvarleika málsins og sýndi að Trump væri reiðubúinn til að grípa til aðgerða þegar önnur ríki „fara yfir strikið“.

Ekki er enn ljóst hverjar afleiðingar árásarinnar verða en hún eykur þó hættuna á að til beinna átaka komi á milli Bandaríkjanna annars vegar og Rússlands og Írans hins vegar en ríkin tvö eru helstu bandamenn Assad forseta.

Rússneski herinn fékk aðvörun frá Bandaríkjaher áður en árásin var gerð um að hún væri yfirvofandi.

Sky-fréttastofan veltir því upp í umfjöllun sinni hvort árásin í nótt sé undanfari frekari íhlutunar Bandaríkjann í Sýrlandi og bendir á að Trump hafi gefið það í skyn þegar hann ákallaði aðrar þjóðir og bað þær um að ganga í lið með Bandaríkjunum við að stöðva slátrunina og blóðbaðið í Sýrlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Umpólun Snorra?
Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Í gær

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?