fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

CRISPR – úr Silfrinu í dag

Egill Helgason
Sunnudaginn 30. apríl 2017 17:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Silfrið í dag endaði á viðtali við Ernu Magnúsdóttur, sem er dósent í lífeinda- og líffærafræði við læknadeild Háskóla Íslands. Við ræddum um erfðavísindi, nánar tiltekið CRISPR. Þetta eru uppgötvanir sem þykja marka mikil tímamót, inngrip í erfðaefnið sem gæti verið hægt að nota gegn krabbameini og ýmsum erfðasjúkdómum, en hugsanlega líka til að eiga við fósturvísa, jafnvel þannig að börn verði hærri, gáfaðari eða með bláan auglit.

Framfarirnar í þessari grein eru mjög hraðar og álitamálin mörg og stór, ekki síst þau siðferðislegu. Jennifer Doudna, sem er einn af frumkvöðlum þessarar tækni, hefur kallað eftir tímabundnu banni við því að þessi tækni verði notuð. Þessi tækni gæti orðið mjög útbreidd, hún þykir ekki ýkja dýr miðað við margt á þessu sviði, og það gæti verið erfitt að hefta framþróun hennar.

Í þættinum nefndi ég hlaðvarp sem er mjög áhugavert í þessu sambandi. Erna taldi reyndar að sumt í því væri dálítið ýkjukennt, en ljóst er að þarna erum við hugsanlega að komast út á svið sem hingað til hefur verið í vísindaskáldskapardeildinni. Hlaðvarpið er úr vinsælum vísindaþætti sem nefnist Radiolab og er framleiddur af almenningsútvarpsstöðinni WNYC í New York.

Í þættinum er meðal annars rætt um möguleikann á að nota svokölluð genadrif til að breyta moskítóflugum þannig að þær hætti að bera malaríusmit. En slíkt gæti haft ýmsar afleiðingar. Erna hafði þó efasemdir um að slíkt væri alveg á næsta leyti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“