fbpx
Þriðjudagur 18.mars 2025
Eyjan

Forseti Austurríkis veldur uppnámi: Segir að allar konur verði að bera höfuðslæður að hætti múslima í framtíðinni

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 29. apríl 2017 12:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Múslimskar konur með höfuðslæður í Vínarborg. Mynd: Getty Images.

Alexander Van der Bellen nýkjörinn forseti Austurríkis vekur nú mikla athygli og umræður í heimalandi sínu eftir að fjölmiðlar þar í landi greindu frá ummælum hans um höfuðslæður múslimskra kvenna sem hann lét falla á fundi Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins 24. mars síðastliðinn. Það var þó ekki fyrr en austurríska sjónvarpsstöðin ORF sendi út upptöku með ræðu forsetans nú á þriðjudag að írafár varð í Austurríki.

Forsetinn sat fyrir svörum um málefni Evrópu á fundi sem hann átti með hópi skólanemenda. Þar var var hann spurður hvernig bregðast ætti við íslamsfælni og slæmri framkomu gegn múslimskum konum sem bera höfuðslæður. Van der Bellen sagði að það væri hans skoðun að hver kona hefði rétt til að klæðast eins og hún kysi sjálf. Ekki einungis múslimskar konur heldur allar konur gætu gengið með höfuðslæður. Síðan bætti hann við:

Ef þessi íslamsfælna [íslamófóbíska] afstaða heldur áfram í samfélaginu þá munum við einn dag verða að biðja allar konur um að bera höfuðslæður [hijab] … allar … til að sýna samkennd með konunum sem bera þær af trúarlegum ástæðum.

Hér má sjá upptöku af ummælum forsetans:

https://www.youtube.com/watch?v=Fg-IgyAjKss

Alexander Van der Bellen mun í þessu samhengi einnig hafa líkt höfuðslæðunum við Davíðsstjörnurnar sem Danir gengu með þegar Danmörk var hernumin af Þýskalandi í seinni heimsstyrjöld. Hann benti á að þetta hefðu almennir danskir borgarar gert til að mótmæla því þegar Gyðingar voru fluttir á brott frá Danmörku í útrýmingabúðir nasista.

Þetta er ekki svo ólíkt.

Þessi ummæli forsetans valda æsing í Austurríki. Þar í landi sem víðar er deilt um það hvort múslimskar konur eigi að fá að bera slæður eða jafnvel andlitsblæjur og hugsanlega íklæðast búrkum á opinberum vettvangi. Þau hafa einnig vakið athygli í Þýskalandi og víðar þar sem deilt hefur verið ákaft um höfuðslæður, blæjur og búrkur.

Skömmu eftir að þessi orð forsetans féllu sagði hann eftirfarandi í heimsókn til Bratislava:

Ég er ekki mjög hrifinn af höfuðslæðum [hijab] en við höfum tjáningarfrelsi í Austurríki, málfrelsi og nokkurs konar klæðafrelsi.

Alexander Van der Bellen var kjörinn forseti Austurríkis í lok síðasta árs. Mynd/EPA

Alexander Van der Bellen vann í desember sigur í forsetakosningunum gegn þjóðernissinnanum Norbert Hofer sem tilheyrir Frelsisflokki Austurríkis. Van der Bellen er hins vegar fyrrum sósíaldemókrati sem gekk til liðs við hreyfingu Græningja í Austurríki.

Austurrískir fjölmiðlar hafa sett sig í samband við Hofer til að fá álit hans á höfuðslæðuummælum forsetans.

Norbert Hofer segist ekki vilja halda uppi gagnrýni á forsetann og embættisverk hans. Gerði hann það myndi það einungis líta út sem hann væri tapsár eftir kosningarnar.

En ég get sagt mína skoðun á höfuðslæðunum. Á þeim hef ég sömu skoðun og frjálslyndir múslimar: Þeir segja þær verkfæri hins stjórnmálalega íslams. Það stendur ekki í Kóraninum að konur verði að bera höfuðslæður. Þrátt fyrir þetta eru konur iðulega þvingaðar til að bera þær.

Herbert Kickl aðalritari Frelsisflokksins gengur lengra í gagnrýni sinni. Hann hefur sagt að forsetinn fari nú hamförum í aðlögunarmálum innflytjenda.

Með yfirlýsingu sinni hefur forsetinn drepið þá litlu spíru andófs gegn íslamsvæðingu sem við höfðum enn hér í landi eftir Erdogan-þjóðaratkvæðagreiðsluna [í Tyrklandi]. Í stað þess að styðja höfuðslæðukúguðu konurnar í baráttu þeirra gegn feðraveldi múslimskra karlmanna þá gerir Van der Bellen þveröfugt,

segir Kickl.

Danska dagblaðið Berlingske Tidende greinir frá því að forsetinn og starfslið hans standi nú í ströngu heimafyrir við að útskýra og verja ummæli hans um höfuðslæðurnar.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Nýr framkvæmdastjóri sölusviðs hjá BM Vallá

Nýr framkvæmdastjóri sölusviðs hjá BM Vallá
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Einar svarar fyrir atvik frá 2019: „Ég tengi bara rosa lítið við þessa frásögn“

Einar svarar fyrir atvik frá 2019: „Ég tengi bara rosa lítið við þessa frásögn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnarsamningurinn

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnarsamningurinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Frelsið mitt og frelsið þitt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Frelsið mitt og frelsið þitt?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þórdís Kolbrún: Án trausts er lýðræðið í hættu – stöndum vel í alþjóðlegum samanburði

Þórdís Kolbrún: Án trausts er lýðræðið í hættu – stöndum vel í alþjóðlegum samanburði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bjarni svarar fyrir „leið Bjarna“ í máli ÍL-sjóðs – „Í tilefni af einkennilegum fullyrðingum“

Bjarni svarar fyrir „leið Bjarna“ í máli ÍL-sjóðs – „Í tilefni af einkennilegum fullyrðingum“