Það er ekki auðvelt líf að vera forseti Bandaríkjanna. Ekki einu sinni þó maður sé milljarðamæringur og þurfi kannski ekkert endilega á þessu starfi að halda. Og sem æðsti valdamaður eins helsta stórveldis heims færð þú ekki einu sinni að keyra bíl. Þetta hefur Donald Trump lært á sínum fyrstu hundrað dögum sem 45. forseti Bandaríkja Norður-Ameríku.
Enn hann hefur lært fleira. Eitt af því er að hann getur ekki alltaf fengið vilja sínum framgengt, jafnvel þó hann sé forseti.
Donald Trump hefur einnig tekið sannkallaðar U-beygjur í skoðunum sínum á ákveðnum málaflokkum. Hann olli írafári meðal bandamanna Bandaríkjanna þegar hann sagði að NATO-varnarbandalagið væri „úrelt.“ Nú segir hann að það sé „ekki úrelt.“
Hann gagnrýndi Kína harðlega og ásakaði stórveldið um að stýra gengi gjaldmiðla gagnvart Bandaríkjadollar. Nýtekinn við embætti átti hann símtal við forseta Taiwans. Kínverjar voru ekki hressir með þetta. Nú eru Kínverjar hins vegar í miklu uppáhaldi hjá Trump. Eftir að Xi Jinping forseti Kína heimsótti Trump hefur Bandaríkjaforseti hrósað kollega sínum í hástert og hann segist ekki vilja gera neitt hér eftir sem muni valda vini sínum vandræðum.
https://www.reuters.tv/v/RJn/2017/04/28/exclusive-trump-says-major-conflict-with-n-korea-possible
Undanfarið hefur heimsbyggðin ekki komist hjá því að verða vitni að auknum ýfingum milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. Trump segir í viðtalinu við Reuters-fréttastofuna að líkur séu á miklum átökum við Norður-Kóreu. En hann sýnir á sama ákveðna hluttekningu með Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu. Kannski er það vegna þess að hann hefur sjálfur lært að það er ekki auðvelt að standa einn í forsvari fyrir heila þjóð.
Hann er 27 ára, faðir hans dó, hann tók við ríkisvöldum þannig að þú getur svo sem sagt hvað sem þú vilt en þetta er ekki auðvelt og allra síst fyrir mann á hans aldri,
segir Trump sem sjálfur er sjötugur og talar sjálfsagt af eigin reynslu eftir hundrað daga í embætti.
Ég elskaði lífið sem ég átti fyrrum. Það var svo margt í gangi hjá mér. Þetta er meiri vinna en var hjá mér í fyrra lífi. Ég hélt þetta yrði auðveldara,
heyrist Donald Trump meðal annars segja í viðtalinu sem Reuters-fréttastofuna birti í dag í tilefni af því að um nú eru um hundrað dagar síðan hann tók við embætti:
LISTEN: Trump talks to @Reuters about missing his old life and how he thought his new job would be easier. https://t.co/pwklqp8H5H pic.twitter.com/E5A11ucFb2
— Reuters Top News (@Reuters) April 28, 2017
Breska blaðið The Guardian hefur tekið saman stutt en skemmtilegt myndband um fyrstu 100 daga forsetans. Fólk getur sjálfsagt sagt það sem það vill [eins og Trump myndi orða það], en það er þó erfitt að halda því fram að einhver lognmolla hafi ríkt í kringum þennan umdeilda forseta Bandaríkjanna: