Hér er löng og lærð grein um hvers vegna Íslendingar eru svo sólgnir í lakkrís. Blanda meira að segja saman lakkrís og súkkulaði. Og það er líka minnst á lakkrís sem bragðefni í ís, en það er önnur íslensk sérstaða.
Greinin er eftir Linni Kraal og birtist á vef sem nefnist Atlas Obscura.
Niðurstaðan er eiginlega sú að lakkrísást Íslendinga stafi af einangrun og fásinni. Við höfðum einfaldlega ekkert betra og um langt skeið var meira að segja bannað að flytja inn erlent sælgæti, reyndar ekki fram yfir 1990 eins og segir í greininni – það var eftir EFTA samninginn að útlent gott fór að flæða inn í landið.