fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Merkileg fiskvinnsluhús hverfa

Egill Helgason
Mánudaginn 24. apríl 2017 00:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég var í Vestmannaeyjum um helgina. Talaði þar á fundi í Safnahúsinu sem var haldinn á vegum félagsskapar sem nefnist Eyjahjartað. Þarna voru aðkomumenn sem hafa tengsl við Eyjar og rifjuðu upp minningar, flestir unnum við þar á einhverjum tímapunkti í fiski. Það var fjölmenni og þetta var hinn besti fundur. Guðmundur Andri sagði frá tíma sínum í Ísfélaginu, Ómar Valdimarsson talaði um ættingja sína í Eyjum, Bubbi hefur frá mörgu að segja varðandi Eyjatengsl sín – þar varð sjálft gúanórokkið til – og ég talaði meðal annars um fólk sem ég kynntist þarna fyrir mörgum áratugum, sérstaklega fólkið sem bjó í Suðurgarði.

 

 

Allt er í heiminum hverfult. Ég sé að það er verið að rífa hús Ísfélagsins og Fiskiðjuna þar sem ég vann. Ég heyrði á nokkrum Eyjamönnum að þeir voru aðeins með í maganum yfir þessu, bæði húsin hafa verið mjög áberandi við höfnina og jafnvel nokkurs konar tákn í bæjarmyndinni.

En þeir sögðu mér líka að húsin væru meira og minna ónýt, sérstaklega efri hæðirnar, þau hefðu kannski ekki verið sérlega vel byggð og steypan sem var notuð í þau léleg og það myndi vera kostnaðarsamt og máski tilgangslítið að gera við þau.

Hér eru myndir af Ísfélaginu og Fiskiðjunni eins og húsin litu út í björtu og köldu veðri í dag.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“