Það eru sjálfsagt ekki margir tilbúnir að taka upp hanskann fyrir Votta Jehóva. Þetta er umdeildur söfnuður.
Nú hefur hann verið bannaður í Rússlandi og tilkynnt að eigur söfnuðarins verði gerðar upptækar. Hermt er að 170 þúsund Vottar séu í Rússlandi.
En á það má minna að önnur ríkisstjórn bannaði Votta Jehóva og ofsótti þá grimmilega.
Það voru nasistar í Þýskalandi. Vottarnir voru merktir sérstaklega með fjólubláum þríhyrningi, eins og þessum hér.