fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Verslunarkringlurnar tæmast og störfin tapast

Egill Helgason
Miðvikudaginn 19. apríl 2017 19:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump gerir mikið mál úr að störf tapist í bílaframleiðslu og kolavinnslu. Störfin í kolavinnslu verða reyndar ekki endurvakin nema að litlu leyti, þar hefur sjálfvirkni tekið völdin eins og víðar og aðrir orkugjafar reynast hagkvæmari. En í kolaiðnaði vinna gjarnan hvítir karlar, markhópur Trumps.

En það er á öðrum stað í bandaríska hagkerfinu að störf eru að tapast með ógnarhraða. Það er í verslunargeiranum. Frá því síðasta haust hafa verslanakeðjur eins og Macy’s og J.C. Penneys lagt niður meira en 100 þúsund störf, samkvæmt grein sem birtist á vefritinu Salon eru það fleiri störf en í gervöllum kolaiðnaðinum.

Aðalástæðan fyrir þessu er stóraukin verslun á internetinu. Þar koma við sögu risafyrirtæki eins og Amazon. Mikið af þeirri verslun fer fram með sjálfvirkni, það skapast ekki ný störf í staðinn fyrir þau sem tapast. Það er talað um ekki svo fjarlæga framtíð þar sem verslunarkringlur- og hús Bandaríkjanna standa tóm.

En þeir sem þarna tapa vinnunni eru að miklu leyti konur og margar tilheyra minnihlutahópum. Áhugi Trumps á þeim er ekki ýkja mikill.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“