fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Rússneskar sprengjuflugvélar rufu bandaríska lofthelgi

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 18. apríl 2017 16:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk F-22 orustuþota fylgir rússneskri Tu-95 sprengjuflugvél.

Í fyrsta skipti frá því að Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar síðastliðinn hefur rússneski flugherinn ögrað Bandaríkjamönnum með flugi sprengjuflugvéla nálægt bandarískri lofthelgi. Það hefur ekki gerst síðan 4. júlí 2015. Fox greinir frá.

Tvær rússneskar Tu-95 sprengjuflugvélar flugu í 160 kílómetra fjarlægð frá Kodak eyju í Alaska, í 450 kílómetra fjarlægð frá Elmendorf herflugvellinum. Vélarnar flugu inn á svæði sem bandaríski flugherinn skilgreinir sem svokallað Air Defense Identification Zone eða svæði þar sem flugvélar eiga að gera grein fyrir sér.

Bandaríski flugherinn sendi tvær F-22 orustuþotur og E-3 loftvarnareftirlitsvél til að fljúga í mót við rússnesku sprengjuþoturnar. Bandarísku þoturnar flugu samhliða þeim rússnesku í 12 mínútur uns Rússarnir sneru við aftur til heimahaganna.

Þetta á sér stað á tíma þar sem samskipti Bandaríkjanna og Rússlands eru með versta móti. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna var í Moskvu í síðustu viku og þá sendu Rússar þrjár sprengjuflugvélar í japanska lofthelgi auk þess sem njósnaflugvél flaug nálægt Japan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því