Þingkosningar verða í Bretlandi 8.júní næstkomandi.
Þetta tilkynnti Theresa May forsætisráðherra á óvæntum blaðamannafundi í Downingstræti 10 í Lundúnum nú í morgun.
Með þessu er ljóst að May ætlar að sækja endurnýjað umboð til kjósenda áður en gegnið verður til þeirra verka að segja Bretland formlega úr Evrópusambandinu og ná nýjum samningum við það.
Ég er nýkomin frá því að stýra ríkisstjórnarfundi þar sem við urðum sammála um að boðað verði til kosninga 8. júní.
Verður tillaga hennar lögð fyrir þingið á morgun, en hún þarf 2/3 stuðnings þingmanna til að geta boðað til kosninga og þarf hún því að reiða sig á stuðning stjórnarandstöðunnar. Sá stuðningur virðist fyrir hendi því Jeremy Corbyn formaður Verkamannaflokksins lýsti því strax yfir á Twitter að hann styddi ákvörðun May.
I welcome the PM’s decision to give the British people the chance to vote for a government that will put the interests of the majority first pic.twitter.com/9P3X6A2Zpw
— Jeremy Corbyn (@jeremycorbyn) April 18, 2017
Síðustu þingkosningar í Bretlandi voru árið 2015 en margt hefur breyst á síðustu tveimur árum. Síðasta sumar ákváðu Bretar í þjóðaratkvæðagreiðslu að segja sig úr Evrópusambandinu, ákvörðun sem er kennd við Brexit, og sagði David Cameron af sér sem forsætisráðherra í kjölfarið.
Þegar May tilkynnti ákvörðun sína í morgun sagði hún að ákvörðunin hafi verið tekin til að tryggja þjóðarhagsmuni og stöðugleika í landinu. Stóra Bretland þyrfti „samstöðu en ekki sundrungu á komandi tímum.“ Hún útskýrði síðar nánar hvers vegna ákvörðun hefði verið tekin um kosningar nú eftir tvo mánuði:
Síðustu vikurnar hefur Verkamannaflokkurinn hótað að greiða atkvæði gegn þeim samningi sem við munum ná við Evrópusambandið. Frjálslyndir demókratar hafa sagt að þeir muni stuðla að því að vinna ríkisstjórnarinnar lendi í stöðnun. Skoski þjóðarflokkurinn segir að þau muni greiða atkvæði gegn lagaframvarpi sem formlega mun slíta aðild Bretlands að ESB. Og meðlimir Lávarðadeildarinar sem hafa ekki hlotið umboð sitt í kosningum hafa heitið því að berjast gegn okkur í öllu ferlinu.
Theresa May bætti síðan við:
Ef við höldum ekki kosningar nú, þá þessi stjórnmálaleikur þeirra bara halda áfram.
Skoðanakannanir benda til að Íhaldsflokkurinn undir forystu Theresu May sigli nú í miklum meðbyr, hafi ríflega 40 prósenta fylgi og algera yfirburði gagnvart Verkamannaflokknum.