fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Horfin kennileiti við Skúlagötu

Egill Helgason
Sunnudaginn 16. apríl 2017 22:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er gömul ljósmynd þar sem er horft yfir Skúlagötuna frá húsi Sjóklæðagerðarinnar – þar er nú kínverska sendiráðið. Þetta er greinilega á sjötta áratug síðustu aldar, stórhýsið Skúlagata 4 er ekki risið. Þá var þetta verksmiðju- og iðnaðarhverfi. Þarna sést hús málningarverksmiðjunnar Hörpu sem var rifið, lengra er sælgætisverksmiðja Nóa-Síríus, það glittir í braggann þar sem Hafnarbíó hafði starfsemi, en fjær má greina kexverksmiðjuna Frón, hús Sláturfélags Suðurlands, timburverkstæði Völundar og svo olíustöðina sem stóð þar sem hét Klöpp.

Sjórinn var á þessum árum upp við Skúlagötu, gekk þar yfir í veðrum, en nú eru þarna miklar uppfyllingar þar sem Sæbrautin liggur.

En það er hringtorgið sem er fremst á myndinni sem er athyglisvert. Umferðarskipulag Reykjavíkur var á þessum árum að talsverðu leyti byggt upp á hringtorgum. Pétur H. Ármannsson fjallaði um þetta í strætóferð sem við fórum í á Hönnunarmars – þar ræddi hann meðal annars um hina vaxandi bílaborg sem tók á sig mynd umhverfis Miðbæinn. Áður en bíllinn varð allsráðandi höfðu verið uppi áform um að járnbrautarstöð risi þar sem nú er Norðurmýrin.

Hringtorgin voru víða um borg, Melatorg og Hagatorg eru ennþá til, en Miklatorg er horfið en enn sést móta fyrir hringtorgi sem átti að vera við endann á Neshaga, þar sem síðar reis bensínstöð Esso. Og svo er það þetta horfna hringtorg sem var á mótum Skúlagötu og Snorrabrautar – við sjáum að það er vinstri umferð. Nú gengur Snorrabrautin þarna niður í Sæbraut með heldur óaðlaðandi umferðarmannvirkjum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út