fbpx
Laugardagur 01.mars 2025
Eyjan

Endalok arfleifðar Ataturks í Tyrklandi – ákall frá Istanbul

Egill Helgason
Sunnudaginn 16. apríl 2017 12:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Tyrklandi fer í dag fram þjóðaratkvæðagreiðsla sem snýst um hvort Recip Erdogan forseti fái nánast alræðisvald. Sigri Erdogan mun hann og flokkur hans geta farið sínu fram að vild. Þetta verður endapunkturinn á arfleifð Ataturks sem vildi byggja upp samfélag að vestrænni fyrirmynd. Myndir af Ataturk munu ennþá hanga á veggjum, eins og þær gera alls staðar í Tyrklandi, en þær munu ekki hafa neina þýðingu nema sem minning um glataða hugsjón. Svo mun myndunum af Erdogan fjölga ört.

Líkur standa til að Erdogan sigri í kosningunum, naumlega þó. Það má líka spyrja hversu lýðræðislegar þær eru í raun, því undanfarið hefur gengið á með fangelsunum stjórnarandstæðinga og fjölmiðlafólks.

Mikil vinkona mín er alin upp í Istanbul, hún er heimsborgari, fer víða um lönd, starfar við hjálparstarf. Hún skrifar í morgun:

Tyrkland gengur til atkvæða (aftur!) í dag. Það er með mjög blendnum tilfinningum að ég kem aftur í barnaskólann minn einu og hálfu ári eftir að ég kaus þar í þingkosningum, í sömu stofunni, bak við sömu tjöldin, með vonir um að hægt yrði að fella núverandi ríkisstjórn.

Í þetta sinn er ég hér til að greiða atkvæði gegn órum manns um að hafa ALGJÖRT vald yfir örlögum þjóðar minnar. Og ég geri mér ekki miklar vonir lengur. Mér finnst ég vera í minnihluta í þessum skóla þar sem okkur var kennt sem börnum að trúa á framtíð landsins, að byggja upp nútímalegt, framfarasinnað Tyrkland þar sem væri aðskilnaður milli trúar og stjórnmála.

Ég hefði aldrei trúað því ef einhver hefði sagt mér að fjörutíu árum síðar kæmi ég aftur á sama stað ár eftir ár til að kjósa um hvort hægt væri að varðveita það sem kynslóð foreldra okkar byggði upp.

En hér erum við, og höfum verið föst síðasta áratuginn, með illa menntaðan, sjálfhverfan og þöngsýnan mann sem vill halda í hendi sér ÖLLUM þráðum stjórnarinnar og leiða þjóðina aleinn. Ég óttast að vakna á morgun, full af sársauka og vantrú, og sjá að HANN sé virkilega það sem er að koma fyrir Tyrkland.

Ég vona innilega að ég hafi rangt fyrir mér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baráttan um Sjálfstæðisflokkinn: Áslaug Arna með naumt forskot en Guðrún sögð líklegri til að auka fylgið

Baráttan um Sjálfstæðisflokkinn: Áslaug Arna með naumt forskot en Guðrún sögð líklegri til að auka fylgið
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Þéttum raðirnar í Evrópu!

Thomas Möller skrifar: Þéttum raðirnar í Evrópu!
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sægreifarnir herða tökin – vilja formann og varaformann – Sjálfstæðisflokkur í brattri brekku velur forystu

Orðið á götunni: Sægreifarnir herða tökin – vilja formann og varaformann – Sjálfstæðisflokkur í brattri brekku velur forystu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna