fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Stephensen í mynd eftir Murnau

Egill Helgason
Fimmtudaginn 13. apríl 2017 16:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

F. W. Murnau er almennt talinn einn af helstu meisturum kvikmyndanna. Hann var þýskur, fæddur 1888, barðist í fyrri heimsstyrjöldinni og hóf að gera kvikmyndir eftir það. Frægasta mynd hans er Nosferatu, ein fyrsta og kannski besta hryllingsmyndin með hinum ógleymanlega Max Schreck í hlutverki Drakúlas.

 

 

 

Önnur fræga mynd sem hann gerði í Þýskalandi er Der letzte Mann, þar sem Emil Jannings leikur dyravörð á lúxushóteli sem missir stöðu sína og er gerður að klósettverði. Missir um leið einkennisbúninginn sem Þjóðverjar bera svo mikla virðingu fyrir og um leið stöðu sína í samfélaginu.

 

 

Og svo er það mynd sem hann gerði eftir leikriti Goethes, Fást, líka með stórleikaranum Jannings sem þarna var í hlutverki Mefistófelesar.

 

 

Síðan flutti Murnau til Bandaríkjanna og hóf að gera myndir í Hollywood. En tími hans þar varð ekki langur, því Murnau andaðist af sárum sem hann hlaut í bílslysi 1931, aðeins 42 ára. En hann hafði náð að gera Sunrise sem oft er talin með bestu kvikmyndum allra tíma.

 

 

En Murnau gerði líka myndir sem eru lítt þekktar. Leikstjórar þögla tímans voru oft mjög afkastamiklir. Ein þessara mynda er Der Gang in die Nacht eða Ferð inn í nóttina sem var gerð 1921. Myndin er byggð á leikriti eftir Harriet Bloch og fjallar um lækninn Dr. Eigil Borne sem er trúlofaður stúlku að nafni Hélene, en á líka í sambandi við dansmærina Lily. Meðal leikara í myndinni er Conrad Veidt sem lék svefngengilinn í þeirri frægu mynd Das Cabinet des Dr. Caligari en líka í Casablanca á móti Bogart.

Lily er leikin af danskri leikkonu sem hét Gudrun Bruun Stephensen. Nafnið hljómar íslenskt og jú, það kemur í ljós að hún var af hinni einu sönnu Stephensen-ætt. Hún hét upprunalega Gudrun Stephensen er giftist manni sem hét Hugo Bruun. Hún var fædd Kaupmannahöfn 1882 en andaðist 1946. Gudrun var dóttir leikhússtjórans Oddgeirs Stephensen, hann var sonur Oddgeirs Stephensen, en hann var Íslendingur, fæddur að Lágafelli, sem náði miklum embættisframa í Danmörku á 19. öld. En svona Gudrun Stephensen út – hún á náttúrlega alnöfnu sem er þekkt leikkona á Íslandi.

 

 

Og hér er kvikmyndin sem hún lék í eins og hún birtist á YouTube.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út