Frá með deginum í dag mun finnska flugfélagið Finnair fljúga reglulega á milli Keflavíkur og Helsinki allt árið um kring. Verður flogið fimm sinnum í viku á sumrin og þrisvar í viku á veturna. Í fréttatilkynningu frá Finnair segir að þetta tengi Ísland við 18 áfangastaði í Asíu.
Ísland er frábær áfangastaður og það er okkar heiður að geta boðið upp á landið sem valkost fyrir okkar viðskiptavini. Það er líka sönn ánægja að geta tengt Ísland við 18 áfangastaði okkar í Asíu,
segir Robert Lönnblad framkvæmdastjóri Finnair á Norðurlöndunum. Meira en tíu milljón farþegar fljúga með Finnair árlega, flýgur félagið til 70 áfangastaða í Evrópu, 7 í Norður-Ameríku og svo 18 í Asíu.