fbpx
Mánudagur 24.mars 2025
Eyjan

Trump hringdi í sænska forsætisráðherrann og vottaði samúð

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 10. apríl 2017 09:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump hringdi í Stefan Löfgren forsætisráðherra Svíþjóðar í gærkvöldi.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hringdi í gærkvöldi í Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar og vottaði honum og sænsku þjóðinni samúð sína vegna hryðjuverkarárásinnar í Stokkhólmi á föstudag. Sænska blaðið Expressen greinir frá þessu.

Aðrir þjóðhöfðingjar hafa einnig sett sig í samband við sænska forsætisráðherrann og vottað samúð. Þar á meðal eru Angela Merkel kanslari Þýskalands og Theresa May forsætisráðherra Bretlands.

Í febrúar olli það nokkru írafári þegar Trump minntist á Svíþjóð í ræðu sinni sem hann hélt á fundi með stuðingsmönnum í Flórída. Þar sagði hann:

Við verðum að halda landi okkar öruggu. Sjáið hvað er að gerast í Þýskalandi, sjáið hvað gerðist í gærkvöldi í Svíþjóð. Svíþjóð! Hver hefði trúað því? Svíþjóð! Þessi lönd tóku inn fullt af fólki og glíma nú við vanda sem enginn taldi mögulegan. Lítið á hvað er að gerast í Brussel. Sjáið hvað er að gerast um heim allan. Sjáið Nice, París. Við höfum hleyptu þúsundum, þúsundum fólks inn í land okkar og það var engin leið að skoða þetta fólk, ekkert skjalfest, ekki nokkur hlutur. Svo við ætlum að halda landi okkar öruggu.

Trump hlaut þó nokkrar skammir og háð fyrir þessi orð. Meðal annars spurði Carl Bildt fyrrum forsætisráðherra hvað Bandaríkjaforseti hefði verið að reykja.

Síðar útskýrði Trump að hann hefði í ræðu sinni verið að vísa til þess að kvöldið sýndi sjónvarpsstöðin Fox News þátt þar sem fjallað var um Svíþjóð og stöðu mála þar í tenglum við málefni innflytjenda og hælisleitenda. Hann hafði horft á þennan sjónvarpsþátt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásthildur Lóa fær hrós úr óvæntri átt – „Mér finnst við eiga að viðurkenna og segja það þegar vel er gert“

Ásthildur Lóa fær hrós úr óvæntri átt – „Mér finnst við eiga að viðurkenna og segja það þegar vel er gert“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar ráðinn til Símans

Fyrrum aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar ráðinn til Símans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýr framkvæmdastjóri sölusviðs hjá BM Vallá

Nýr framkvæmdastjóri sölusviðs hjá BM Vallá
Eyjan
Fyrir 1 viku

Einar svarar fyrir atvik frá 2019: „Ég tengi bara rosa lítið við þessa frásögn“

Einar svarar fyrir atvik frá 2019: „Ég tengi bara rosa lítið við þessa frásögn“