fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Dauðarefsingum fækkar milli ára – Enn mun fleiri en árið 2014

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 10. apríl 2017 20:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið er 2017 en í mörgum ríkjum heims eru dauðarefsingar enn við lýði. Þær hafa aldrei verið jafn margar og árið 2015. Þeim hefur fækkað nokkuð frá því sem mest var fyrir tveimur árum en eru enn mun fleiri en þær voru 2014. Jákvæð þróun hefur þó orðið því tvö ríki hafa afnumið dauðarefsingar við öllum glæpum og eitt land felldi dauðarefsingar úr gildi fyrir glæpi sem teljast ekki alvarlegir. Önnur ríki hafa dregið úr notkun þeirra og því er ástæða til einhverrar bjartsýni.

Samkvæmt tölum Amnesty hefur dauðarefsingum fækkað um 37% milli ára. Að minnsta kosti 1032 manns voru tekin af lífi í fyrra sem er 602 færra en var árið 2015 þegar mesti fjöldi aftaka var skráður frá 1989. Þrátt fyrir þessa fækkun segja samtökin að árið 2016 hafi fjöldinn verið ívið meiri en áratugina á undan.

Það ber þó að taka þessum tölum með ákveðnum fyrirvara þar sem Kína gefur ekki út tölur um fjölda þeirra sem teknir eru af lífi og flokka það sem ríkisleyndamál. Sem fjölmennasta land heims má leiða líkur að því að aftökurnar séu langt flestar þar.

Ný ítarleg rannsókn Amnesty International sýnir að kínversk stjórnvöld nota flókið og leynilegt kerfi til að fela sláandi fjölda aftakna í landinu, þrátt fyrir endurteknar yfirlýsingar stjórnvalda um skref í átt að gagnsæi.

Kína vill vera í forystu þjóða á heimsvísu en þegar kemur að dauðarefsingunni þá er Kína í forystu á versta mögulega veg og tekur fleiri af lífi árlega en nokkurt annað ríki í heiminum,

segir Salil Shetty aðalritari Amnesty International.

Kínversk stjórnvöld hafa viðurkennt að hægt gangi að ná fram opnu og gagnsæju réttarfarskerfi en halda fast við sinn keip að leyna raunverulegum fjölda aftakna í landinu. Það er löngu tímabært fyrir Kína að svipta hulunni af þessu banvæna leyndarmáli og gera loks hreint fyrir sínum dyrum um dauðarefsingar í landinu. Aðeins örfá ríki taka fólk enn af lífi í auknum mæli. Meirihluti ríkja lætur ekki viðgangast að ríkið taki mannslíf. Einungis fjögur ríki bera ábyrgð á 87% allra skráðra aftakna í heiminum sem vitnar til um að dauðarefsingin sem slík sé í dauðateygjunum.

Af þeim löndum sem Amnesty hefur tölur frá eru Íranir afkastamestu böðlarnir. Þar eiga sér stað 55% allra þeirra aftaka sem upplýsingar eru um. Aðeins fjögur lönd, Saudí Arabía, Írak, Pakistan og Íran bera ábyrgð á 87% allra dauðarefsinga.

Írakar hafa gefið mjög í hvað aftökur varðar og þrefaldast þær milli ára. Í Egyptalandi og Bangladesh hefur aftökum fjölgað um helming frá 2015.

Amnesty International hafa fundið dæmi um aftökur í 23 löndum sem er tveimur færra en 2015. Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi og Palestínu hófu aftökur á ný eftir engar árið 2015 en í Botswana og Nígeríu voru fyrstu aftökurnar framkvæmdar síðan 2013. Engar aftökur voru framkvæmdar í Tjad, Indlandi, Jórdaníu, Óman, Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum og Jemen árið 2016, ólíkt því sem var árið 2015.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Í gær

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?