fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Vélarnar taka yfir

Egill Helgason
Mánudaginn 6. mars 2017 01:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er talað um fjórðu iðnbyltinguna. Hún gerist hraðar en þær fyrri, heimurinn er allur tengdur, og breytingar eru mjög örar. Vélmennin, sjálfvirknina, gervigreindina, hvernig ótal störf sem mannfólkið hefur unnið munu hverfa á næstu áratugum – vélmenni eiga eftir að geta sinnt þeim. Og þetta er ekkert smáræði, það er talað um stóran hluta vinnumarkaðarins, þetta er mælt í tugum prósenta. Það eru ekki bara einföld láglaunastörf sem vélarnar taka yfir, heldur er líka um að ræða störf sem millistéttin hefur sinnt.

Hvernig á að bregðast við slíkri byltingu?  Hvernig á að deila gæðunum þannig að það verði ekki einungis fjármagnseigendur sem njóta þess og hinir ríku verða ríkari? Verða til ný störf fyrir fólkið sem missir vinnuna? Eru borgaralaun óhjákvæmileg? Þarf að skattleggja vélmennin eins og Bill Gates hefur lagt til

Það eru fleiri álitamál tengd vélmennum og gervigreind. Til dæmis hefur verið rætt um hvort mannkyninu sjálfu stafi beinlínis hættta af vélunum þegar þær verða öflugri, kannski klárari en við, öðlast einhvers konar sjálfsvitund? Meðal þeirra sem hafa talað um þetta eru Stephen Hawking og Elon Musk.

Jú, og svo er það upplýsingatæknin. Undanfarið hefur verið mikil umræða um að menn séu komnir lengra en okkur hugði í að nýta sér tækni til að vinna upplýsingar úr samskiptamiðlum – þar spilar gervigreindin líka inn í. Að hægt sé að greina fólk á augabragði út frá notkun þess á samfélagsmiðlum – ekki svo ýkja mörgum lækum – og reyna svo að stjórna pólitískri hegðun þess með lævíslegum áróðri. Þegar samfélagsmiðlarnir upphófust fyrir svona áratug var trú manna að þetta væri fjarska góð þróun, þarna fengju allir sína rödd, en nú er umræðan eiginlega alveg í hina áttina – það er meira talað um vandann sem fylgir samfélagsmiðlum og misnotkun þeirra. Hvernig á að vernda fólk fyrir starfsemi fyrirtækja eins og Cambridge Analytica?

Hér er viðtal um þessi mál úr Silfrinu frá því á sunnudag. Hinn mjög greinargóði viðmælandi er Yngvi Björnsson, prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Þið getið horft með því að smella hérna á vef Ríkisútvarpsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins