fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

„Ber hann við minnisleysi…“

Egill Helgason
Fimmtudaginn 30. mars 2017 17:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég vék í síðasta pistli að minnisleysi sem virðist gjarnan grípa menn í hvítflibbabrotamálum. Menn hafa gáfur til að skilja flókna viðskiptagjörninga, en eiga erfitt með að muna þá, gleyma jafnvel stórum fjárhæðum. Við höfum upplifað mörg dæmi þess síðustu ár. En þetta virðist ekki vera neitt nýtt.

Eitt frægasta hneykslismál á tíma íslenska lýðveldisins er olíumálið svokallað. Það snerist um olíuviðskipti við varnarliðið bandaríska. Þetta var á tíma hermangsins.

Aðalpersónan í málinu var utanríkisráðherrann, landsbankastjórinn, sambandsforstjórinn, alþjóðabankastjórinn og seðlabankastjórinn Vilhjálmur Þór, mikill áhrifamaður um miðja síðustu öld. Hann var á endanum sýknaður í Hæstarétti, sökin þótti fyrnd.

Vilhjálmur bar við minnisleysi eins og lesa má í Þjóðviljanum frá þessum tíma – taka verður fram að Þjóðviljinn var mjög andsnúinn Vilhjálmi. Það var um Vilhjálm að Magnús Kjartansson ritstjóri skrifaði hin frægu orð: „Áður voru ræningjar festir á krossa; nú eru krossar festir á ræningja.“

 

 

En svona lítur fréttin út í heild sinni, 20. júlí, 1960.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út