fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Milljarður olíutunna finnast vestur af Hjaltlandseyjum

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 28. mars 2017 19:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Olíuborpallur fyrir utan strendur Skotlands. Mynd/Getty

Olíuleitarfyrirtækið Hurricane Energy hefur tilkynnt um stóran olíufund um 100 kílómetra vestur af Hjaltlandseyjum norðan Skotlands. Talið er að fundist hafi magn sem samsvari um einum milljarði olíutunna á svæði sem kallast „Greater Lancaster Area.“

Þetta er langstærsti olíufundur í hafsbotni breska landgrunnsins um margra ára skeið. Síðustu fundir hafa einungis innihaldið að meðaltali um 25 milljónir tunna og blikna þannig í samanburði við það sem Hurricane Energy segist hafa uppgötvað nú. Nýja svæðið geymir þó eingungis um einn fimmta af Forties-svæðinu svokallaða sem er talið fela í sér fimm milljarða tunna. Vinnsla stendur yfir á því svæði og það hefur þegar gefið af sér tvo milljarði tunna.

Vonast er til að vinnsla á hinum nýuppgötvuðu olíulnidum á Lancaster-svæðinu geti hafist þegar árið 2019.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Í gær

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?