Olíuleitarfyrirtækið Hurricane Energy hefur tilkynnt um stóran olíufund um 100 kílómetra vestur af Hjaltlandseyjum norðan Skotlands. Talið er að fundist hafi magn sem samsvari um einum milljarði olíutunna á svæði sem kallast „Greater Lancaster Area.“
Þetta er langstærsti olíufundur í hafsbotni breska landgrunnsins um margra ára skeið. Síðustu fundir hafa einungis innihaldið að meðaltali um 25 milljónir tunna og blikna þannig í samanburði við það sem Hurricane Energy segist hafa uppgötvað nú. Nýja svæðið geymir þó eingungis um einn fimmta af Forties-svæðinu svokallaða sem er talið fela í sér fimm milljarða tunna. Vinnsla stendur yfir á því svæði og það hefur þegar gefið af sér tvo milljarði tunna.
Vonast er til að vinnsla á hinum nýuppgötvuðu olíulnidum á Lancaster-svæðinu geti hafist þegar árið 2019.