fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Eyjan

Gluggaþvottamaður Churchill fórst í hryðjuverkaárás

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 26. mars 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leslie Thomas sá til þess að Winston Churchill horfði ávallt út gegnum hreinar og glansandi rúður á Chartwell-sveitarsetrinu. Thomas lést eftir að óður íslamisti í hryðuverkahug akandi jeppling keyrði á hann skammt frá breska þinghúsinu.

Elsta fórnarlamb hryðjuverkaárásarinnar við breska þinghúsið í Lundúnum síðdegis á miðvikudag var hinn 75 ára gamli Leslie Rhodes. Hann var nýkominn úr augnaðgerð á Sankti Thomas-sjúkrahúsinu þegar hryðjuverkamaðurinn ók á hann á Westminster-brúnni.

Leslie Thomas rifbrotnaði meðal annars. Gat kom á lunga hans, hann missti meðvitund og andaðist.

Hans er nú minnst í Bretlandi sem mannsins sem var gluggaþvottamaður Winstons Spencers Churchill fyrrum forsætisráðherra Bretlands, nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum með fleiru.

Chartwell-sveitasetur Winstons Churchill í Kent á Englandi. Þar er nú vinsælt safn.

Eftirlaunaþeginn og barnlausi piparsveinninn Leslie Thomas sá til fjölda ára um þann starfa að þrífa gluggana á Chartwell-setrinu sem var heimili Winstons Churchill og fjölskyldu á síðari hluta ævi hans.

Herra Thomas var að sögn þeirra sem þekktu hann, afar stoltur af þessum hluta starfsferils síns. Síðar stofnaði hann sitt eigið gluggaþvottafyrirtæki og rak það um tuttugu ára skeið áður en hann settist í helgan stein.

Leslie Thomas er minnst sem afar alúðlega en feimins  manns sem vildi öllum vel.

Hann var heiðursmaður í öllum skilingi þess orðs,

segir kona sem þekkti hann.

Það urðu svo að lokum örlög gluggaþvottamanns Winstons Churchill að detta hvorki úr stiga né láta lífið á sóttarsæng, heldur farast með sviplegum hætti á miðvikudag, skammt frá þinghúsinu þar sem hinn gamli vinnuveitandi hans átti margar af sínum glæstustu stundum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Ég vildi hafa flugvöllinn kyrran en breytti svo um skoðun

Heiða Björg borgarstjóri: Ég vildi hafa flugvöllinn kyrran en breytti svo um skoðun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Þétting byggðar og efling almenningssamgangna í Reykjavík ekki síst samkeppnismál

Heiða Björg borgarstjóri: Þétting byggðar og efling almenningssamgangna í Reykjavík ekki síst samkeppnismál
Eyjan
Fyrir 1 viku

Biður Guðrúnu að hætta að hlusta á tápsára eltihrella eftir upphlaupið í gær – „Kalla hana blygðunarlaust „biðformanninn““

Biður Guðrúnu að hætta að hlusta á tápsára eltihrella eftir upphlaupið í gær – „Kalla hana blygðunarlaust „biðformanninn““