Þegar ég á rólega stund blaða ég stundum í Landið þitt Ísland, hinu mikla safni eftir Þorstein Jósepsson og Steindór Steindórsson. Þar er að finna margvíslegan fróðleik, sumt er skemmtilegt, annað nokkuð hrollvekjandi, og svo er maður steinhissa yfir ýmsu sem er að finna þarna um sögu þjóðarinnar.
Eins og til dæmis þessu litla broti um bæinn Efranes á Skaga. Þarna er sögð mikil saga í mjög fáum línum. Má með sönnu segja að þetta sé harðsoðin frásögn. En dramatíkina vantar ekki. Maður veit svo ekki alveg hvort maður á að trúa þessu.
Orðið „málgífur“ er býsna fágætt.