fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Eyjan

Jón Baldvin: „EES-samningurinn eins og skraddarasaumaður handa Skotum“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 24. mars 2017 17:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Baldvin Hannibalsson. Samsett mynd/Þormar Vignir Gunnarsson

Ný bók um það sem Skotar geta lært af reynslu Norðurlandaþjóða um samskipti við Evrópusambandið er komin út  í Edinborg. Bókin ber heitið McSmörgåsbord  – What post-Brexit Scotland can Learn from the Nordics.

Bókin hefur að geyma ritgerðir eftir höfunda frá öllum Norðurlöndum, þeirra á meðal frá Færeyjum og Grænlandi. Höfundur íslenska kaflans er Jón Baldvin Hannibalsson, fv. utanríkisráðherra, sem skrifar um, hvað Skotar geti hugsanlega lært af reynslu Íslendinga.

Lokakaflinn eftir ritstjórana dregur saman niðurstöður af reynslu Norðurlandaþjóða í samskiptum við Evrópusambandið og skilgreinir, hverra kosta Skotar eigi völ í þeim efnum eftir Brexit. Það vekur athygli, að vænlegasti kosturinn er talinn vera, að Skotland lýsi yfir sjálfstæði, gangi í EFTA og semji í framhaldi af því um aðild að EES-samningnum.

Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands. Mynd/Getty

Í kjölfar ráðstefnu um sama efni, sem haldin var í Edinborg um mánaðamótin okt./nóv í fyrra átti Nicole Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, fund með þeim Jóni Baldvini Hannibalssyni og Björt Samuelsen, þingmanni á færeyska lögþinginu, þar sem farið var yfir reynsluna af EES-samningnum og reynslu Færeyinga, sem hluta af danska konungsríkinu, verandi samt utan Evrópusambandsins. Viku síðar tikynnti skoska heimastjórnin, að aðild að EFTA og EES-samningnum væri einn þeirra kosta, sem heimastjórnin léti rannsaka í kjölfar Brexit.

Í lokaorðum erindis síns í þessu ritgerðasafni, segir Jón Baldvin:

Ef Skotar vilja, eftir brottför Breta úr ESB, halda í kosti þess að eiga áfram aðild að innri markaði ESB, án þess að sitja upp með ókosti evru-samstarfsins og hinnar sameiginlegu fiskveiðistefnu ESB – þá er EES-samningurinn eins og skraddarasaumaður handa Skotum. Spurningin er: Mun Skotum nú takast að ná jafnhagstæðum samningum við ESB og Íslendingum og Norðmönnum tókst fyrir aldarfjóðrungi? Svarið við þeirri spurningu fæst aðeins með því að láta á það reyna við samningaborðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Ég vildi hafa flugvöllinn kyrran en breytti svo um skoðun

Heiða Björg borgarstjóri: Ég vildi hafa flugvöllinn kyrran en breytti svo um skoðun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Þétting byggðar og efling almenningssamgangna í Reykjavík ekki síst samkeppnismál

Heiða Björg borgarstjóri: Þétting byggðar og efling almenningssamgangna í Reykjavík ekki síst samkeppnismál
Eyjan
Fyrir 1 viku

Biður Guðrúnu að hætta að hlusta á tápsára eltihrella eftir upphlaupið í gær – „Kalla hana blygðunarlaust „biðformanninn““

Biður Guðrúnu að hætta að hlusta á tápsára eltihrella eftir upphlaupið í gær – „Kalla hana blygðunarlaust „biðformanninn““