Fjölmiðlar hjálpa hryðjuverkamönnum með athyglinni sem þeir veita þeim. Þetta segir Simon Jenkins í viðtali við Newsnight hjá BBC. Við erum að auglýsa hryðjuverk í stórum stíl, segir hann, í tilefni af umfjölluninni um árásina við breska þingið í fyrradag.
Jenkins er fyrrverandi ritstjóri The Times og Evening Standard, mjög víðlesinn dálkahöfundur – frægur fyrir að hafa mjög sjálfstæðar skoðanir á málum.
Þetta er geysilega mikilvæg umræða. Jenkins skrifar grein um sama efni í Guardian þar sem hann segir að móðursýkisleg umfjöllun um hryðjuverk muni einungis hvetja fleiri til að fremja þau. Þar beinir Jenkins sjónum sínum bæði að fjölmiðlum og stjórnmálamönnum.