fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Sigurður segir stjórnvöld brotin: „Veðmál vogunarsjóðanna gekk algjörlega upp“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 22. mars 2017 12:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. Sigurður Hannesson.

Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri há Kviku banka og og fyrr­ver­andi vara­formaður fram­kvæmda­hóps stjórn­valda um los­un hafta segir að veðmál vogunarsjóðanna hafa gengið upp en gagnrýnir stjórnvöld fyrir að segja eitt og gera annað.

Sigurður sagði í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun að höftin hafi þjónað sínum tilgangi að draga úr högginu sem varð við hrun bankanna, þó þau það sé ekki búið að afnema þau að fullu, en Seðla­banki Íslands gegnir áfram stað­fest­ing­ar­hlut­verki gagn­vart erlendum lánum og fjár­fest­ingum fólks sem og takmarkanir eru áfram á vaxta­muna­við­skiptum og afleiðu­við­skipt­um. Telur Sigurður að afnám hafta hafi tekist vel:

Þó má segja að við lokaskrefið hefði farið vel á því að leyfa almenningi og atvinnulífi, fyrirtækjum og lífeyrissjóðum að fara út áður en að vogunarsjóðir, sem eiga aflandskrónur, fóru út.  Þar eigum við í rauninni við að glíma trúverðugleika vandamál vegna þess að stjórnvöld segja eitt og gera annað og við megum auðvitað ekki gleyma því að ekki eru allar aflandskrónurnar farnar út,

sagði Sigurður. Um var að ræða tvö hundruð milljarða, en hundrað milljarðar eru enn eftir, Sigurður segir vandséð hvernig stjórnvöld taki á því:

Svoleiðis að trúverðugleikinn er vandamál en veðmál vogunarsjóðanna gekk algjörlega upp, sem var kannski að einhverju leyti að brjóta stjórnvöld.

Ítrekaði Sigurður þá skoðun sína að brýnt sé að lækka vexti þar sem háir vextir leiði reglulega til áfalla, spenna byggist upp og svo gefi krónan eftir með tilheyrandi verðbólguskoti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota