Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri há Kviku banka og og fyrrverandi varaformaður framkvæmdahóps stjórnvalda um losun hafta segir að veðmál vogunarsjóðanna hafa gengið upp en gagnrýnir stjórnvöld fyrir að segja eitt og gera annað.
Sigurður sagði í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun að höftin hafi þjónað sínum tilgangi að draga úr högginu sem varð við hrun bankanna, þó þau það sé ekki búið að afnema þau að fullu, en Seðlabanki Íslands gegnir áfram staðfestingarhlutverki gagnvart erlendum lánum og fjárfestingum fólks sem og takmarkanir eru áfram á vaxtamunaviðskiptum og afleiðuviðskiptum. Telur Sigurður að afnám hafta hafi tekist vel:
Þó má segja að við lokaskrefið hefði farið vel á því að leyfa almenningi og atvinnulífi, fyrirtækjum og lífeyrissjóðum að fara út áður en að vogunarsjóðir, sem eiga aflandskrónur, fóru út. Þar eigum við í rauninni við að glíma trúverðugleika vandamál vegna þess að stjórnvöld segja eitt og gera annað og við megum auðvitað ekki gleyma því að ekki eru allar aflandskrónurnar farnar út,
sagði Sigurður. Um var að ræða tvö hundruð milljarða, en hundrað milljarðar eru enn eftir, Sigurður segir vandséð hvernig stjórnvöld taki á því:
Svoleiðis að trúverðugleikinn er vandamál en veðmál vogunarsjóðanna gekk algjörlega upp, sem var kannski að einhverju leyti að brjóta stjórnvöld.
Ítrekaði Sigurður þá skoðun sína að brýnt sé að lækka vexti þar sem háir vextir leiði reglulega til áfalla, spenna byggist upp og svo gefi krónan eftir með tilheyrandi verðbólguskoti.