fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Marine Le Pen segist ekki ætla að vera „varakanslari Merkel“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 21. mars 2017 08:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marine Le Pen

Frambjóðendurnir í frönsku forsetakosningunum mættust í sjónvarpskappræðum í gær og reyndu að heilla kjósendur í þriggja klukkustunda útsendingu. Fimm frambjóðendur mættust, þar á meðal Marine Le Pen, frambjóðandi Front National, Emmanuel Macron, miðjumaður, og Francois Fillon, íhaldsmaður. Umræðuefnin voru stefnan í innan- og utanríkismálum og efnahagsmálin. Marine Le Pen notaði upphafsræðu sína til að hvetja til andstöðu við ESB aðild Frakklands og sagði að aðildin þýddi að næsti forseti Frakklands væri ekki forseti „sjálfstæðs“ ríkis. Hún sagðist ekki ætla að verða „varakanslari“ Angelu Merkel.

„Þetta eru ekki bara innantóm orð þegar rætt er um sjálfstæði landsins. Þúsundir Frakka létu lífið fyrir það.“

Sagði Le Pen. Macron notaði upphafsræðu sína til að segja að hann muni nota reynslu sína úr bankaheiminum og stjórnkerfinu til að fjarlægja hindranir sem standa í vegi fyrir framförum. Fillon hét því í ræðu sinni að takast á við skrifræðisbáknið.

Benoit Hamon, frambjóðandi sósíalista, hét því að verða heiðarlegur og sanngjarn forseti og Jean-Luc Melenchon, sem er lengst til vinstri í stjórnmálum, hét því að láta umhverfismál verða aðalmál sitt ef hann nær kjöri.

Snemma í kappræðunum tókust frambjóðendurnir á um frönskukennslu í skólum. Le Pen sagði að hætta eigi að bjóða upp á kennslu á móðurmáli nemenda ef það er annað en franska. Hún sagði það koma í veg fyrir að fólk aðlagist frönsku samfélagi ef kennt er á öðrum málum en frönsku.

Hamon sagði þessa hugmynd Le Pen vera „viðbjóðslega“ og sagði að umræðunni um menntamál hafi verið rænt af stjórnmálamönnum til að þeir geti komið ákveðnum skilaboðum og hugmyndum á framfæri.

Sky-fréttastofan segir að því næst hafi frambjóðendurnir rætt innflytjendamál en það er eitt heitasta málið í kosningabaráttunni. Macron sakaði Front National um að nota íslam til að kljúfa frönsku þjóðina. Hann sagði að Le Pen væri að falla í þá gildru að kljúfa þjóðfélagið með ögrunum sínum í umræðunni um íslam. Hann sagði einnig að herða þurfi eftirlit á landamærum Frakklands og sagði þörf á áhrifaríkri stefnu, sem virkar, til að koma ólöglegum innflytjendum úr landi. Hann sagði einnig að Frakkland ætti að vera opnara fyrir hælisleitendur.

Fillon sagðist algjörlega ósammála Macron og sagði að margir flóttamenn væru að flýja fátækt en ekki stríð eða ofsóknir.

Hamon sagði að þeir sem væru hægra meginn í stjórnmálum væru að nota umræðun um flóttamenn til að reyna að afla sér atkvæða. Hann sagði að hnattræn hlýnun væri lykilatriði í þessum málum og myndi valda því að önnur holskefla flóttamanna komi, fólk sem er að flýja loftslagsbreytingarnar.

Le Pen sagði að hún muni loka að mestu fyrir komur flóttamanna og innflytjenda til Frakklands og sagði að 200.000 „ólöglegir innflytjendur“ komi til landsins árlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?