Kortavelta erlendra ferðamanna fer minnkandi miðað við aukningu í ferðamannafjölda. Veltan nam tæmum 17 miljörðum króna í febrúar í fyrra sem er 30% aukning á einu ári, en að sama skapi hefur fjöldi fólks sem sækir landið heim aukist um tæplega 47% á þessu eina ári. Þetta byggir á upplýsingum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þetta þýðir aðeins eitt: ferðmenn eru byrjaðir að draga útgjöld sín saman.
Þessa þróun má að miklu leyti rekja til hækkandi gengis krónunnar miðað við erlenda gjaldmiðla, en einnig hefur verðlag á ýmissi ferðaþjónustu farið hækkandi.
Ferðamenn hugsa nú einkar hagsýnt í matarmálum og eyða minnu í veitingar á dýrari stöðum. Þess í stað sjást ferðamenn oft versla í matinn eins og heimamenn í hefðbundnum verslunum. Mun þetta vera bein afleiðing af hækkandi verðlagi á veitingastöðum, sem oft markaðsetja vöru sína sérstaklega til túrista.
Einnig verja erlendir gestir minna fé til fatakaupa nú en þeir gerðu í fyrra, en minnkunin nemur 25% á hvern einstakling. Kaup þeirra á dýrum íslenskum útivistarklæðum hafa einkum dregist saman, samkvæmt því er fram kemur í skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar.