Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir margt við söluna á Arion Banka vekja spurningar og hefur hún óskað eftir fundi efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis vegna málsins. Líkt og greint var frá í morgun seldi Kaupþing 30% hlut í Arion Banka til sjóðirnir Taconic Capital, Attestor Capital, Och-Ziff Capital Management Group og Goldman Sachs-fjárfestingabankans. Katrín segir í samtali við Morgunblaðið í dag að það vakni upp spurningar um hvers kyns eigendur sé að ræða og hvort þeir séu líklegir til að byggja upp langtímabankastarfsemi hér á landi.
Setur Katrín spurningamerki við kaupin á 9,99% hlut, en 10% er viðmið FME um virkan eignarhlut sem kallar á ríkari kröfu um að FME skoði kaupendurna nánar, að sama skapi sé kaupverðið sé rétt nógu hátt til að koma í veg fyrir að ríkið hefði forkaupsrétt á bankanum:
Þannig að þetta virðist allt vera hannað með það fyrir augum að komast framhjá öllum mögulegum afskiptum ríkisins af þessum viðskiptum og það í sjálfu sér vekur spurningar,“
segir Katrín. Telur hún eðlilegt að almenningur fái að vita hverjir séu raunverulegir kaupendur, þó það geti verið jákvætt að fá erlenda aðila inn á markaðinn þá þurfum við að vera á verðbergi, hér sé ekki um neina óskaeigendur að ræða:
Ég myndi líka vilja vita hverjir eru á bak við þessa sjóði? Hverjir eru hinir endanlegu eigendur? Þarna er auðvitað á ferðinni alveg gríðarlega mikilvæg starfsemi fyrir Ísland sem þarna fer fram. Þarna er komið eignarhald sem við vitum í rauninni ekkert hverjir eru á bak við.
Lilja Alfreðsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins staðfesti í samtali við Vísi að fundað verðum um söluna í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis á miðvikudaginn vegna málsins. Fulltrúar Fjármálaeftirlitsins og Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka verða á fundinum. Lilja segir að óskað verði eftir upplýsingum um endanlega eigendur.