fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Angela Merkel kanslari Þýskalands í nasistabúning og með Hitler-skegg á forsíðu tyrknesks dagblaðs

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 20. mars 2017 20:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tyrkneskt dagblað sem styður Erdogan Tyrklandsforseta sýnir á forsíðu sinni Angelu Merkel kanslara Þýskalands með Hitler-skegg í búningi SS-dauðasveita Þýskalands nasismans.

Angela Merkel kanslari Þýskalands er sýnd í svörtum búningi dauðasveita nasista, með Hitlerskegg, armbindi með hakakrossi og skammbyssu í hönd á forsíðu tyrkneska dagblaðsins Günes. Blaðið styður Erdogan forseta Tyrklands.

Í blaðinu er talað um Merkel sem „frú Hitler“ og „ljóta frænku.“

Þetta útspil er eitt það nýjasta í röðinni hjá Tyrkjum í hatrömmu áróðursstríði sem virðist hafið hjá tyrkneskum stjórnvöldum gegn ýmsum löndum og ráðamönnum í Vestur-Evrópu. Tilefnið er meðal annars það að Erdogan forseta hefur verið meinað að senda ráðherra úr ríkisstjórn Tyrklands til landa á borð við Hollands og Þýskalands. Þar hafa þeir viljað halda kosningafundi meðal Tyrkja sem búsettir eru í Vestur-Evrópu til að afla stuðnings við breytingar á stjórnarskrá Tyrklands sem færa mun Erdogan forseta stórauknar valdheimildir. Nær tvær milljónir manns af tyrkneskum uppruna með kosningarétt íTyrklandi búa í Þýskalandi og Hollandi.

Kosið verður um þessar stjórnarskrárbreytingar í þjóðaratkvæðagreiðslu í Tyrklandi 16. apríl næstkomandi. Erdogan hefur meðal annars sagt að verði stjórnarskrárbreytingarnar samþykktar þá verði dauðarefsingar heimilaðar á ný í Tyrklandi.

Í kjölfar þess að stjórnvöld í Hollandi og Þýskalandi hafa hafnað slíkum kosningafundum í sínum löndum hefur Erdogan forseti Tyrkja sagt á opinberum vettvangi að Þjóðverjar beiti „nasistaaðferðum“ og að Hollendingar séu „leifar nasismans og fasistar.“

Angela Merkel hefur sagt að þessum nasistasamlíkingum Tyrkja verði að linna en svo er að sjá sem þeir láti það sem vind um eyru þjóta.

Þessu orðbragði Tyrkja fylgja ýmsar heitingar af hálfu æðstu stjórnmálamanna Tyrklands sem settar eru fram í ræðuhöldum heima fyrir. Erdogan forseti hefur þannig hefur hvatt Tyrki í Vestur-Evrópu til hefjast nú handa um að fjölga sér í stórum stíl með barneignum. Utanríkisráðherra Tyrklands hefur sagt að trúarbragðastríð sé nú örugglega framundan í Evrópu. Síðan hefur innanríkisráðherra Tyrkja hótað því að flóttamannasamningurinn sem gerður var milli Evrópusambandsins og Tyrklands í fyrra verði ógiltur. Með þeim samningi féllust Tyrkir á að vista flóttafólk í sínu landi sem annars hefði haldið til Evrópu.

Ef þið viljið þá getum við opnað flóðgáttir fyrir 15 þúsund flóttamönnum í hverjum mánuði og fengið hárin til að rísa á höfði Evrópu,

sagði Suleyman Soylu utanríkisráðerra Tyrklands í ræðu á fimmtudagskvöld. Þar sakaði hann einnig ríkisstjórnir Hollands og Þýskalands um að hafa kynt undir mótmælum gegn Erdogan í júní 2013, að þau hefðu haft afskipti af uppreisn Kúrda 2014 og þátttöku í valdaránstilrauninni í Tyrklandi 15. júlí í fyrra. Sömuleiðis sagði innanríkisráðherrann að Evrópa hefði brugðist Tyrklandi í því að hjálpa landinu að ganga í Evrópusambandið og í baráttunni gegn hryðjuverkum.

Dagblaðið Günes fylgir öllu þessu svo eftir. Forsíðan með Angelu Merkel í nasistagerfinu er birt á Twitter-síðu dagblaðsins og lítur svona út:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?