fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Eyjan

60 dagar Donald Trump á forsetastóli: Framundan eru mikilvægir dagar

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 20. mars 2017 18:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump forseti Bandaríkjanna. Mynd/EPA

Nú hefur Donald Trump setið á forsetastóli í 60 daga en framundan eru mikilvægir dagar í embættinu. Dagar sem geta skipt miklu máli þegar fyrstu 100 dagar hans á valdastóli verða gerðir upp og dæmt um hvernig honum tókst til.

Í dag er mikilvægur dagur því þá munu forstjórar alríkislögreglunnar, FBI, og NSA leyniþjónustunnar bera vitni fyrir rannsóknarnefnd þingsins en þar verður farið yfir hvort Rússar hafi haft áhrif á úrslit forsetakosninganna síðasta haust. Einnig má vænta þess að fram komi hvort nánustu samstarfsmenn Trump hafi átt í samskiptum við rússneskar leyniþjónustur í tengslum við kosningarnar.

Þetta kemur fram í Washington Post. Þar segir að forstjóri FBI, James B. Comey, hafi áður sagt að alríkislögreglan væri að rannsaka tengsl Trump og samstarfsmanna hans við Rússa. Því munu orð hans fyrir rannsóknarnefndinni í dag geta haft mikil áhrif á pólitískt líf Trump hvað varðar utanríkismál. CNN segir að Comey muni væntanlega einnig tala um Obama og ásakanir Trump um að Obama hafi látið hlera samtöl Trump í kosningabaráttunni.

En þar með er ekki allt upptalið því í dag hefjast yfirheyrslur þingnefndar yfir Niel Gorsuch, íhaldssömum dómara, sem Trump hefur tilnefnt í embætti hæstaréttardómara. Öldungadeild þingsins hefur fjóra daga til að ákveða hvort tilnefning Gorsuch verður samþykkt en ef það gerist ekki má líta á það sem mikinn ósigur fyrir Trump.

Á fimmtudaginn greiðir þingið síðan atkvæði um örlög hugmynda repúblikana um endurskoðun og breytingar á sjúkratryggingakerfinu, hinu svokallaða Obamacare.

Það er því mikið að gerast á sviði stjórnmálanna og það á sama tíma og niðurstöður Gallup-könnunar sýna að bandarískir kjósendur eru ekki mjög ánægðir með störf Trump fram að þessu. 37 prósent aðspurðra segjast ánægðir með störf hans á forsetastóli en 58 prósent eru ekki sáttir. Í samsvarandi könnun Gallup, sem var gerð nokkrum dögum eftir embættistöku Trump, voru fylkingarnar hnífjafnar, 45 prósent í hvorri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna

Haraldur Ólafsson skrifar: Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Sagan endurtekur sig – stjórnarandstaðan leggst lágt eins og 2009-2013

Orðið á götunni: Sagan endurtekur sig – stjórnarandstaðan leggst lágt eins og 2009-2013
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða