Þetta er dásamleg ljósmynd, tekin á mánudaginn á ströndinni við Jökulsárlón. Ferðamenn í útivistargöllum taka myndir af jökunum, hver öðrum og sjálfum sér. Litirnir eru einstakir inni í kuldalegu landslaginu – en svo segir myndin líka mikla sögu um þjóðfélagið á Íslandi árið 2017, ferðamannastrauminn og allt hitt.
Ferðamennirnir eru á tvist og bast um ströndina, virka nánast umkomulausir. En fyrir okkur eru þeir mikil gróðaþúfa – að minnsta kosti sem stendur.
Myndin er eftir hinn snjalla ljósmyndara Gunnar Sverrisson sem gaf mér góðfúslegt leyfi til að birta hana.