fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Efast um að það séu önnur dæmi um það að fjármálaráðherra tali gegn eigin gjaldmiðli

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 18. mars 2017 17:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég efast um að það séu önnur dæmi um það í seinni tíð að fjármálaráðherra tali gegn gjaldmiðli eigin lands (nema náttúrulega á Íslandi),“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fv. forsætisráðherra. Tilefnið eru ummæli Benedikt Jóhannessonar fjármálaráðherra á Stöð 2 í hádeginu, þar sem ráðherrann lýsti því yfir að krónan sé ekki heppilegur gjaldmiðill fyrir Ísland til framtíðar.

Benedikt var gestur í þættinum Víglínunni á Stöð 2 og sagði hann ljóst að krónan lagi sig hvorki að þörf­um sjáv­ar­út­vegs­ins né ferðaþjónustunnar. Þá væru hátæknistörf að tapast úr landi vegna gengis krónunnar.

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar. Mynd/Sigtryggur Ari

Sigmundur gefur lítið fyrir ummæli ráðherrans og segir rökin skondin:

„Skondnust eru þó rökin. Áður var krónan sögð ómöguleg vegna þess að hún var of veikur gjaldmiðill og fólk væri að flytja til útlanda af þeim sökum. Nú segir ráðherrann vandamálið vera að krónan sé of sterkur gjaldmiðill og því færist störf úr landi. 
Hann má þó eiga að hann viðurkennir að með evru þyrftum við að „laga okkur að aðstæðum á vinnumarkaði á evrusvæðinu“. Sem sagt, laga okkur að stórauknu atvinnuleysi og kaupmáttarstöðnun“

Og Sigmundur Davíð bætir við:

„Auðvitað er ekkert að því að velta fyrir sér öllum möguleikum í peningamálum en hvað sem menn stefna á er alltaf verst að byrja á að segjast vera í vonlausri stöðu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump