fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Eyjan

Rússar boða mikinn niðurskurð í hermálum – Trump gefur í

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 17. mars 2017 11:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladimir Pútín. Mynd/EPA

Síðastliðinn þriðjudag kynnti stjórn Donald Trumps Bandaríkjaforseti drög að fjárlögum. Nú hefur rússneskur fjölmiðill komist yfir drög að fjárlögum Rússlands og er óhætt að segja að ástandið sé ólíkt sitthvoru megin Atlantshafsins. Trump vill skera niður á nánast öllum sviðum nema varnarmálum en Rússar borða grimman niðurskurð í varnarmálum en ekki í velferðarmálum.

Tölurnar um fyrirhugaðan niðurskurð í varnarmálum Rússlands hafa ekki verið gefnar út opinberlega en samkvæmt rússneska viðskiptablaðinu Kommersant hljóðar niðurskurðurinn upp á 15.89 milljarða Bandaríkjadala. Það samsvarar um 30% niðurskurði. Þessar tölur eru fengnar úr uppkasti af fjárlögum sem lagt var fram fyrir Dumuna, þing Rússlands í október síðastliðnum.

Heildarútgjöld yfirvalda í Kreml til hermála verða 45.15 milljarðar dollarar á þessu ári samkvæmt uppkastinu. Það er minna en Trump leggur til að útgjöld Bandaríkjanna til málaflokksins aukist um. Til samanburðar má nefna að útgjöld Bandaríkjanna til varnarmála voru í fyrra 598.5 milljarðar dollara eða um 54% af öllum útgjöldum ríkisins. Rússar eyða einungis 3.3% heildarútgjalda ríkisins í varnarmál.

Donald Trump Bandaríkjaforseti.

Andi Sovétríkjanna svífur yfir vötnum

Pútín og undirmenn hans vilja ekki falla í sömu gildru og Sovétríkin sálugu sem enduðu á ruslahaug sögunnar. Líkt og Sovétríkin treystir Rússland einkum á tekjur af olíu- og gassölu til að fjármagna ríkisreksturinn. Olíuverð er lágt og ekki stefnir í að það hækki í bráð. Hlutur endurnýtanlegra orkugjafa í raforkuframleiðslu eykst stöðugt og því er mikilvægasti tekjustofn landsins hugsanlega aldrei að fara að ná fyrri hæðum.

Ráðamenn í Sovétríkjunum héldu áfram að dæla fjármagni í vopnaframleiðslu og varnarmál þegar tekjurnar drógust saman vegna lækkunar olíuverðs. Það var stór þáttur í efnahagskreppunni sem leiddi síðan til þess að þau liðuðust í sundur. Pútín vill ekki gera sömu mistök.

Niðurskurður víðar en í varnarmálum

Samkvæmt uppkastinu verður niðurskurðarhnífurinn á lofti víðar þó að hann sé mestur í varnarmálum. Ólíkt tillögum Trump verður hins vegar ekki skorið niður í velferðarkerfinu í Rússlandi. Þar verða framlög aukin. Varasjóðir landsins munu brátt renna til þurrðar en þeir hafa verið notaðir til að fylla í götin sem lágt olíuverð hefur skapað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Uppnám í Hádegismóum

Orðið á götunni: Uppnám í Hádegismóum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðrómarnir færast í aukana – Auðmaðurinn fær hugsanlega lykilhlutverk hjá Trump hvað varðar Gasa

Orðrómarnir færast í aukana – Auðmaðurinn fær hugsanlega lykilhlutverk hjá Trump hvað varðar Gasa