fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Eyjan

„Augljósasta skrefið er að afnema sem fyrst að fullu fjármagnshöft“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 10. mars 2017 12:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seðlabankinn hlýtur að tilkynna um vaxtalækkun upp á að minnsta kosti hálft prósentustig á vaxtaákvörðunarfundi sínum í næstu viku. Þetta segir Hörður Ægisson ritstjóri Markaðarins í leiðara Fréttablaðsins í dag. Segir hann aðstæður séu til staðar fyrir Seðlabankann að lækka vexti og draga þannig úr alltof miklum vaxtamun Íslands við útlönd, það yrði til þess fallið að ýta undir erlenda fjárfestingu innlendra aðila og þannig vinna gegn sífelldri styrkingu krónunnar.

Líkt og fram kom í tölum Hagstofunnar í gær jókst landsframleiðsla um 7,2%  á árinu 2016 sem er einstakt í vestrænum samanburði. Segir Hörður hagvöxtinn góðs viti og sé, enn sem komið er, sjálfbær og heilbrigður. Ólíkt því sem gerðist hér á landi á árunum fyrir hrun, þar sem vöxturinn í efnahagslífinu var drifinn áfram af erlendri skuldsetningu sem engin innistæða var fyrir, þá stafar hagvöxturinn í þetta sinn einkum af stöðugum vexti í útflutningstekjum og stórbættri skuldastöðu heimila og fyrirtækja:

Hættumerkin eru hins vegar, eins og ávallt, vitaskuld einnig fyrir hendi. Hin hliðin á þessum öra vexti, sem er síður æskileg til lengri tíma litið, er hin mikla og hraða gengishækkun krónunnar,

Hörður Ægisson ritstjóri Markaðarins.

segir Hörður. Með þessu framhaldi þá munu útflutningsgreinarnar laskast með harkalegri gengisleiðréttingu síðar:

„Hvað er til ráða? Augljósasta skrefið er að afnema sem fyrst að fullu fjármagnshöft á heimili, fyrirtæki og lífeyrissjóði. Höft á fjármagnsútflæði Íslendinga við núverandi aðstæður eru skaðleg hagkerfinu. Fram kom í máli fjármálaráðherra á Alþingi í gær að slíkra aðgerða væri að vænta, hugsanlega á allra næstu vikum. Það eru góð tíðindi.“

Hörður segir að nýta þurfi sterka gjaldeyrisstöðu þjóðarbúsins til að stofna stöðugleikasjóð, sambærilegan norska olíusjóðnum, sem myndi fjárfesta í erlendum eignum sem gæfu betri ávöxtun til lengri tíma. Með því að koma slíkum sjóði á fót væri hægt að draga úr miklum kostnaði Seðlabankans við að halda úti stórum gjaldeyrisforða og eins jafna sveiflur í gengi krónunnar:

Fyrsta skrefið er hins vegar vaxtalækkun, að minnsta kosti um hálft prósentustig, sem Seðlabankinn hlýtur að tilkynna um á vaxtaákvörðunarfundi sínum í næstu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Innganga í ESB ógnar ekki fullveldi Íslands – sjálfstæðið þó sterkara utan sambandsins

Áslaug Arna: Innganga í ESB ógnar ekki fullveldi Íslands – sjálfstæðið þó sterkara utan sambandsins