fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Ótrúlegur vöxtur Norwegian: Flutti fleiri farþega en SAS síðustu 12 mánuði

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 9. febrúar 2017 12:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vél frá Norwegian. Lággjaldafélagið flýgur til og frá Íslandi.

Norska flugfélagið Norwegian er orðið stærra en skandínaviska flugfélagið SAS mælt í fjölda farþega. Á þriðjudag birti SAS tölur yfir farþegafjölda í sínum flugvélum í janúar síðastliðinn. Þá ferðuðust alls 1,9 milljón manns með vélum félagsins. Í framhaldi af þessu hefur danski bankinn Sydbank birt útreikninga sem sýna að SAS flutti alls 29,54 milljónir manns á síðasta 12 mánaða tímabili frá og með janúar 2016 til og með janúar 2016. Fréttastofan NTB í Noregi greinir frá þessu.

Norska flugfélagið Norwegian flaug á sama tímabili alls með 29,66 milljónir farþega. Í janúar sl. flutti Norwegian 2,1 milljón manns. Það er 20 prósent aukning í farþegafjölda hjá félaginu samanborði við janúar í fyrra. Hlutfallsleg aukning í janúar milli ára hjá SAS var hins vegar aðeins 9,8 prósent.

Með þessu virðast ákveðin vatnaskil hafa orðið í sögu flugrekstrar á Norðurlöndum. SAS er ekki lengur umsvifamesta og stærsta farþegaflugfélagið.  Norwegian hefur skotið því ref fyrir rass. Þetta er kannski dæmi um það hvernig gamalgróin flugfélög eiga nú í vök að verjast í samkeppni við nýrri lággjalda flugfélög.

Norwegian er tiltölulega ungt flugfélag. Það var stofnað af Norðmanninum Bjørn Kjos árið 1993 og flaug þá eingöngu á Fokker 50-vélum á innanlandsleiðum í Noregi. SAS var hins vegar stofnað 1946 við sameiningu ríkisflugfélaga Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur.

Vöxtur Norwegian hefur verið ótrúlegur á undanförnum árum. Árið 2005 átti félagið 13 flugvélar. Tíu árum síðar voru þær orðnar 99 talsins. Nú mun Norwegian hafa í pöntun yfir 200 nýjar flugvélar í flota sinn.

Í fyrra veitti Barack Obama þáverandi Bandaríkjaforseti Norwegian umdeilt flugrekstarleyfi á leiðum til og frá Bandaríkjunum. Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá því að á daglegum fundi Sean Spicer talsmanni Hvíta hússins með blaðamönnum á þriðjudag, hafi hann verið hann spurður út í afstöðu nýs Bandaríkjaforseta til þessa; – hvort til greina kæmi að afturkalla þetta flugrekstrarleyfi?

Spicer svaraði því til að eftir því sem hann best vissi þá væri þetta leyfi háð skilyrði um að minnst helmingur áhafna véla Norwegian á þessum leiðum yrðu að vera Bandaríkjamenn:

Það er gott fyrir Bandaríkin að hafa samninga með slíkum skilyrðum og þeir fljúga líka á Boeing-vélum [sem eru bandarísk framleiðsla]. Störfin sem þessi rekstur skapar styrkir þjóðfélag okkar.

Talsmaður Norwegian segir við NRK að nú hafi félagið yfir 500 bandaríska flugliða sem starfsmenn. Markmiðið sé að fjölga þeim í yfir þúsund fyrir árslok. Stórar pantanir á nýjum vélum frá Boeing-verksmiðjunum í borgunum Seattle og Charlotte skapi auk þess störf fyrir mikinn fjölda Bandaríkjamanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi