Skattar hafa verið lækkaðir 61 sinni en hækkaðir 179 sinnum á síðustu tíu árum. Þetta þýðir að fyrir hverja skattalækkun stjórnvalda á árunum 2007 til 2017 hafa skattar hækkað þrisvar sinnum oftar en þeir hafa verið lækkaðir. Þetta kemur fram í yfirliti Viðskiptaráðs Íslands.
Sem dæmi um vörur sem hafa hækkað mikið vegna skattabreytinga síðustu ára er neftóbak, en hækkun gjalda á þá vöru nemur 891%. Tryggingagjald hefur hækkað um 28% og gjald í framkvæmdasjóð aldraðra hefur hækkað um 74%. Fjármagnstekjuskattur hefur hækkað um 100% og hækkun gjalda á bjór, létt- og sterk vín er yfir 100% á síðustu tíu árum. Bankaskattur hefur hækkað um 817% og almennt bensíngjald hækkað um 189%.
Á sama tíma hefur persónuafsláttur hækkað um 65% og afdráttarskattur á vaxtagreiðslur lækkað um 44%