fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Bókmenntalegar götur í bænum

Egill Helgason
Miðvikudaginn 22. febrúar 2017 09:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Strax og menn tóku að nefna götur í Reykjavík með skipulögðum hætti leituðu þeir fanga í bókmenntum þjóðarinnar. Við erum jú bókaþjóð. Grettisgata og Njálsgata fá nöfn um aldamótin 1900. Á því svæði urðu til fleiri götur með nöfnum fornsagnapersóna.

Stuttu seinna fer að byggjast svonefnt Goðahverfi í suður- og vesturhlíðum Skólavörðuholts. Þar er elst Óðinsgatan frá 1906, en svo koma Þórsgata, Lokastígur, Freyjugata og fleiri götur. Þetta mun stundum hafa verið kallað Heiðna hverfið.

Við Háskólann, í svonefndu Prófessorahverfi, urðu til Aragata og Sæmundargata. Hluti Hringbrautar breyttist í Snorrabraut, en handan hennar byggðist Norðurmýrin með götuheitum úr Njálu, Laxdælu og landnámi Ingólfs.

Það er hægt að fara enn lengra, upp í Grafarvog, þar sem er að finna mjög skáldleg götuheiti, komin úr kvæðum Bjarna Thorarensen, og alla leið upp í Mosfellsbæ þar sem nú er að rísa hverfi með götuheitum sem eru komin úr verkum Halldórs Laxness. Þarna eru meðal annars Ástu Sólliljugata og Vefarastræti.

Um þetta fjöllum við í Kiljunni í kvöld. Myndin er frá Njálsgötu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“