fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Svíagrýlan númer tvö

Egill Helgason
Þriðjudaginn 21. febrúar 2017 14:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég var yngri var mikið talað um Svíagrýluna. Meiningin var að Svíþjóð væri í rauninni eins konar laumu kommúnista- og alræðisríki. Þetta rímaði reyndar ekki alveg við raunveruleikann, sænska velferðarkerfið var vissulega nokkuð alltumlykjandi en einkaframtakið blómstraði líka í Svíþjóð í líki kapítalískra fyrirtækja sem mörg störfuðu líka á alþjóðavettvangi og náðu miklum árangri.

Á þessum árum var líka mikið rætt um „sænsku mafíuna“. Þetta var fólk sem hafði dvalið í Svíþjóð, starfað þar eða stundað nám, og var grunað um að vilja dreifa sænskum áhrifum um landið og sérstaklega í menningarlífinu. Sænska mafían var semsagt eins konar fimmta herdeild í valdasókn rauðliðanna í Svíþjóð.

Nú er Svíagrýlan aftur komin á kreik. Nú í líki kenningar um að í Svíþjóð sé allt í kalda koli vegna innflytjenda, aðallega múslima. Jú, einhver vandamál eru þar á ferðinni, en þetta rímar ekki sérlega vel við veruleikann sem er sá að Svíþjóð ríkir ótrúleg velmegun, hagkerfið þar er í mjög góðu ástandi, nýsköpun er þar mikil og byggir mjög á virkjun hugvits, ójöfnuður er minni en víðast  hvar í heiminum.

Í nokkuð einkennilegum umræðum sem finna mátti um Svíþjóð á netinu í gær setti ég inn þessa athugasemd:

Fólk í landi eins og Svíþjóð býr við betri kjör en nokkuð fólk nokkurn tíma í mannkynssögunni. Það hefur ekki bara nóg að bíta og brenna, heldur hefur það mikinn frítíma, vinnan er ekki sérlega erfið eða slítandi, vinnutími hefur verið að styttast, það hefur nægan tíma fyrir afreyingu, það getur ferðast til útlanda að vild, það hefur málfrelsi og athafnafrelsi, það lifir lengra og heilbrigðara lífi en hefur nokkurn tíma þekkst. Kannski verður það bráðum hundrað ára? Ofbeldi ógnar því ekki, því það lifir í fjarskalega öruggu umhverfi. Allar lífskjaravísitölur eru eins hagstæðar og nokkurn tíma hefur þekkst. En svo er eitthvað óþol, frumstætt liggur manni við að segja, sem brýst fram í tortryggni og hatri eins og við erum að upplifa og þá mega staðreyndir sín lítils. En við vitum aldrei, máski á mannkynið aldrei eftir að upplifa jafn vel megandi og farsæl samfélög og Norðurlöndin eru? Það er alls ekki víst að þetta vari að eilífu. Kannski er þetta „as good as it gets“?

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“