Miklar óeirðir brutust út í gærkvöldi í Rinkeby sem er eitt úthverfa Stokkhólms, höfuðborgar Svíþjóðar.
Samkvæmt frétt Expressen var kveikt í fjölda bifreiða. Norska Dagbladet skrifar í frétt á vef sínum að bílarnir hafi skipt tugum. Norska ríkisútvarpið segir hins vegar að þeir séu um tíu talsins. Óeirðaseggir munu einnig hafa brotist inn í verslanir.
Lögregumenn sem fóru inn í hverfið munu hafa mætt grjótkasti. Til að verja sig skutu sumir þeirra viðvörunarskotum að óeirðaseggjunum.
Vitni meðal blaðamanna segja í sænskum og norskum fjölmiðlum að Rinkeby minni nú einna helst á vígvöll.
JUST NU: Upplopp i Rinkeby – polisen sköt varningsskott https://t.co/EMvoM73J75 pic.twitter.com/zATZKV8s9m
— SVT Stockholm (@svtstockholm) February 20, 2017
Strætisvagnar hættu ferðum inn í Rinkeby þegar alvara ástandsins varð ljós. Lögreglunni hefur ekki tekist að ná tökum á ástandinu. Slökkvilið kemst ekki í hverfið til að slökkva eldana í bílunum þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi liðsmanna þess við slökkvistörfin. Sjúkraflutningakona skrifaði á Twitter í gærkvöldi að sjúkrabílar fengju heldur ekki að fara inn í Rinkeby-hverfi:
Upplopp i Rinkeby och vi kan inte åka in och hjälpa människor med vårdbehov
— MajRos – EMS (@Majrosan) February 20, 2017
Óeirðirnar hófust um klukkan 20:00 í gærkvöldi að staðartíma þegar lögreglan ætlaði að handtaka mann einn í grennd við neðanjarðarlestarstöð í hverfinu. Sá mun hafa verið eftirlýstur og grunaður um eiturlyfjabrot. Skömmu síðar birti Stokkhólmslögreglan þessa tilkynningu á Twitter:
2017-02-20 20:18, Våld/hot mot tjänsteman, Stockholm TB Rinkeby. Personer kastat sten mot polispersonal. https://t.co/sLHpHYbfFJ
— Polisen Stockholm (@polisen_sthlm) February 20, 2017
Lögreglumennirnir fengu yfir sig grjóthríð frá um 30 ungmennum. Í frétt sænska Aftonbladet er greint frá því að einn lögreglumaður hafi meiðst er hann varð fyrir steini. Í þessum átökum gripu lögreglumennirnir til skotvopna.
Síðar í gærkvöldi mun óeirðaseggjunum hafa fjölgað á svæðinu.
Myndband sjónarvotta sem birt var á Youtube um miðnætti:
https://www.youtube.com/watch?v=reg_sJ-La7c